Líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum er óheimilt samkvæmt barnaverndarlögum og almennum hegningarlögum og getur verið refsivert. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna afdrif slíkra mála hjá lögreglu, en rannsókn af því tagi hefur ekki áður verið framkvæmd hér á landi og var því mikilvæg. Í reglugerð um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd er tekið fram að ef grunur leikur á að alvarlegt refsivert brot hafi verið framið gagnvart barni, skuli barnaverndaryfirvöld að jafnaði óska rannsóknar lögreglu. Greind voru 113 mál barna sem vísað var til rannsóknar hjá lögreglu af hálfu Barnaverndar Reykjavíkur vegna gruns um líkamlegt ofbeldi af hálfu foreldra og/eða stjúpforeldra frá 2008 til 2023. Eðli málanna var kannað og afdrif þeirra hjá lögreglu og Barnavernd Reykjavíkur. Rannsókn þessi byggðist á innihaldsgreiningu gagna. Helstu niðurstöður sýna að 67% barnanna sem rannsóknin tók til voru af erlendum uppruna. Algengustu birtingarmyndir ofbeldisins voru að börnin hefðu verið lamin, slegin eða kýld. Gefin var út ákæra í 19% þeirra mála sem hafði verið vísað til rannsóknar hjá lögreglu og hlutu um 12% meintra gerenda dóm. Niðurstöður rannsóknarinnar eru meðal annars greindar út frá ólíku menningarlegu viðhorfi til líkamlegra refsinga og ofbeldis og vangaveltum um stöðu þeirra barna sem áfram bjuggu hjá foreldri sínu sem grunað var um alvarlegt ofbeldi gagnvart þeim þegar máli barnsins var lokað hjá barnavernd. Einnig er fjallað um hugsanlegar afleiðingar þess að mál barnanna, sem grunur leikur á að hafi verið beitt alvarlegu ofbeldi, hljóti ekki málsmeðferð fyrir dómstólum.
Physical abuse against children is illegal according to child protection laws and general criminal laws in Iceland, and can be penalized. The purpose of this study was to explore the consequences of such cases at the police. Such a study has not been conducted previously in Ieland and thus, was important. In a regulation about procedure for child prtoection, it is noted that if it is suspected that a serious criminal defence has been committed against a child, child protection services should generally request a police investigation. The researchers analysed 113 cases of children who had been referred to the police for investigation by child protection services in Reykjavik due to suspicion of physical abuse by their parents and/or stepparents from 2008 to 2023. The nature of the abuse was studied and final status of the cases at police and child protection services. The results of the study showed that 67% of the children were of foreign origin. The most common manifestations of abuse was that children had been hit, beaten or punched. Charges were issued regarding 19% of the children, and about 12% of the suspected perpetrators were sentenced. The analysis of the results include different cultural views on what constitutes physical punishment and physical abuse, as well as specualtions about the position of children that continue to live with their parents following case closure, that had been suspected to have seriously abused them. The possible consequences of the children‘s cases, suscpected to have been exposed to serious violence, not being processed in court is also discussed.
Read More...