Tag Archives: university

GLOSSARIUM IURIS ROMANI (Latneskt-íslenskt orðasafn Rómaréttar Jústiníanusar) – New edition

Second edition

Introduction

Roman law in the form of the legislation of the emperor Justinian (527-565) has been studied in Western Europe since the end of the 11th century in Bologna. Modern law is based in many ways on the concepts of ancient Roman law, therefore, it’s important that law students get to know them right at the beginning of their studies so that they will be well equipped to compare the different legal systems (in Europe). The knowledge of Roman law is often a prerequisite to a basic understanding of the legal norms in force. An understanding of Roman law is also important for the critical evaluation of present or proposed legislation. It is the best training ground for a future lawyer, judge or politician to learn to argue.

There’s the story of a student who recently graduated in ancient Greek and Latin and applies for an advertised job at a big company. He is invited to a job interview where he is asked why he thinks to be qualified to work there because classic languages such as Latin are not relevant in modern business. He replies simply: «Those who spoke this language built an empire and controlled it for centuries». And he was hired…

Roman law has always been part of the curriculum in the department of law at the University of Akureyri since the founding of the faculty of law in 2003. The impetus for this glossary emanated from my first year of teaching there (autumn 2019), because most of the students have not studied Latin at all during their high school years.

This second edition would not have been finished without the amiable help of dr. Gunnar Kristjánsson, provost emeritus, and Þorkell Örn Ólason who reviewed the text thoroughly. I owe them a great debt and gratefully acknowledge their generosity. Many terms have been added at the end of a seminar in Roman law held for the first time at the University of Iceland in Reykjavík (autumn 2021). I would like to thank, in particular, my students at this seminar who contributed to the second edition.

The main sources of this glossary are:

Durant, W., Rómaveldi (í íslenskri þyðingu Jónasar Kristjánssonar), I-II, Reykjavík 1963/64.

Du Plessis, P.J., Borkowski’s Textbook on Roman Law, Oxford 20196.

Lögfræðiorðasafn iðorðabanka stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Sigurður Líndal, Um lög og lögfræði. Grundvöllur laga – réttarheimildir. I. Reykjavík2 2018.

__________, «Um þekkingu Íslendinga á rómverskum og kanónískum rétti frá 12. öld til miðrar 16. aldar», Úlfljótur 1 (1997), 241-273.

Sveinbjörn Rafnsson, «Grágás og Digesta Iustiniani», Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni II. Stofnun Árna Magnússonar. Reykjavík 1977, 720-732.

 

 

1. Saga og stjórnskipan Rómaveldis

aedilis                                      edíll, umsjónarmaður ríkisverka.

auctoritas                               áhrifavald, ábyrgðarvald ≠ → potestas! Hugtakið er notað í ýmsum tilgangi en vísar oftast til einhvers konar veitingavalds. Einnig notað þegar lögráðandi veitir munnlegt vilyrði um þekkingu skjólstæðings á tilteknu sviði sem veitir þá réttindi eða skyldur.

Augustus                                hinn göfgi eða hinn tigni; heiðurstitill sem Octavíanus → princeps var fengið árið 27 f.Kr. sem sagan hefur fyrir misskilning gert að nafni hans. Áður hafði þetta orð aðeins verið haft um helgistaði og helga dóma. Titill þessi varð seinna að embættisheiti handhafa æðsta framkvæmda­valds í Rómaveldi og sameinaður fjölskyldu­nafni Caesar: Caesar Augustus.

Cæsar                                     fjölskyldunafn  hins valdamikla Gaiusar Júlíusar sem síðan varð að titli fyrir þann sem fór með æðsta vald í Rómaveldi: Caesar = keisari = Kaiser (þýska) = tsar (Rússakeisari).

censor                                     sensor; sensorar voru tveir, kjörnir til fimm ára af → comitia centuriata. Annar þeirra sá um manntal það sem tekið var á fimm ára fresti og mat eignir borgaranna til skattlagningar og þátttöku í landsstjórn og styrjöldum. Sensorar skyldu rannsaka hæfni og feril allra þeirra sem sóttu  um embætti. Þeir vöktu yfir sæmd kvenna, fræðslu barna, meðferð þræla, innheimtu skatta, byggingarfram­kvæmdum ríkisins, leigu ríkiseigna og skipulegri ræktun landsins. Þeir gátu lækkað hvern sem var í mannvirðingu og vikið úr öldungaráðinu þeim sem sekir fundust um siðleysi eða glæpi.

clientes                                   skjólstæðingar.

comitia centuriata                 hundraðsdeildaþing; þetta þing tók nafn af því að hernum, og síðar þjóðinni allri, var skipt í centuriae, hundraðsdeildir, deildir sem upphaflega voru skipaðar hundrað mönnum hver. Flokkun þjóðarinnar í hundraðsdeildir hafði verið gerð bæði vegna skattgreiðslu og herþjónustu, og þá þótti Rómverjum skylt að atkvæðisréttur yrði að tiltölu við þá skatta sem menn greiddu og þá herskyldu sem þeim var lögð á herðar. Þetta hundraðsdeildaþing kaus hina æðri embættismenn, samþykkti eða felldi frumvörp þau sem fyrir það voru lögð af öldungaráðinu eða öðrum stjórnar-mönnum, hóf styrjaldir og samdi frið. Það var hinn breiði grundvöllur sem bæði her og ríkisstjórn hvíldi á. Þó voru valdi þess mikil takmörk sett. Það kom því aðeins til fundar að það væri kallað saman af → consul eða → tribunus plebis. Það mátti ekki breyta neinu í tillögum þeirra, heldur einungis greiða atkvæði með eða móti.

comitia curiata                      kyndeildaþing (curiata → á latínu: cum ire = koma saman): Ættahöfðingjar koma saman sem fulltrúar fyrir hinar þrjátíu deildir (curiae) kynflokkanna þriggja. Til loka þjóðveldisins hafði þetta kyndeildaþing því hlutverki að gegna að veita nýkjörnum embættismönnum stjórnvaldið, → imperium. En eftir hrun konungsveldisins missti kyndeildaþingið skjótlega öll önnur völd í hendur samkomu sem nefndist → comitia centuriata.

comitia tributa                      sveitaþing fólksins; á þessum þingum  var mönnum raðað samkvæmt ættbálki (tribus) og búsetu á grundvelli manntals. Hver sveit hafði eitt atkvæði, og auðmenn voru ekki metnir dýrar en fátæklingar. Öldungaráðið viðurkenndi rétt sveitaþingsins til löggjafar árið 287, og úr því jókst vald þess jafnt og þétt, svo að kringum 200 var það orðin helsta uppspretta einkalöggjafar í Rómaborg. Á sveitaþinginu fóru þó ekki heldur fram neinar umræður fólksins. Einhver embættismaður, oftast → tribunus plebis, bar fram laga­frumvarp og reifaði það. Annar embættismaður mátti mæla gegn frumvarpinu, en þingið hlaut að láta sér nægja að hlýða á mál þeirra og segja síðan já eða nei.

concilium plebis                     alþýðuþing; samsvarar að mörgu leyti → comitia tributa nema að það kom saman undir forystu → tribunus plebis og var samansett einungis af → plebeium.

concilium principis                keisararáð, tuttugu manna ráðgjafanefnd → princeps; með tímanum hlutu úrskurðir þessa ráðs gildi sem tilskipanir öldungaráðsins ( → senatusconsulta).

consul                                     ræðismaður, voru tveir og kjörnir til eins árs í senn, æðsta embætti lýðveldisins. Ræðismenn voru bundnir hvor af annars jafnræði, af samþykktum öldungaráðsins og af neitunarvaldi alþýðuforingja (→ tribunus plebis).

cursus honorum                    framabraut embættismannsins; honor = heiður af því að hann gegndi embætti sínu án endurgreiðslu. Þar af leiðandi var rómverska lýðræðið í reyndinni fámennisstjórn þeirra sem auðinn áttu og gátu þess vegna gefið kost á sér til embætta ríkisins.

dictator                                   alræðismaður (einvaldur); í neyðarástandi sem öldunga­ráðið lýsti yfir (Videant consules ne quid res publica detrimenti capiat – “ræðismennirnir megi sjá svo um að ekkert mein verði unnið ríkinu”) mátti annar hvor ræðismannanna tveggja tilnefna alræðismann sem fékk óskorað vald yfir öllum mönnum og eignum, en hann mátti ekki eyða almannafé án samþykkis öldungaráðsins, og valdatími hans var bundinn við sex mánuði eða eitt ár.

dominatus                              einveldi; í sögu Rómaveldis tímabil frá 285–565 e.Kr. þar sem síðustu leifar hins lýðræðislega stjórnarkerfis voru lagðar niður og keisarinn fór með allt ríkisvald og var kallaður dominus = drottinn.

equites                                    riddarar, kaupsýslu- eða fésýslumenn.

imperator                                aðalherstjóri eða herforingi; síðan samheiti fyrir → princeps og → Caesar Augustus. Á öðrum tungumálum tökuorð fyrir keisara: emperor (enska), empereur (franska), imperatore (ítalska), emperador (spænska).

imperium                                herstjórnarvald; einnig vald þeirra sem gegndu æðstu embættum þjóðveldisins (eins og → consul eða praetor).

iurisdictio                               lögsaga, dómsvald.

monarchia                              konungdæmi; í sögu Rómar tímabilið frá 753–510 f.Kr.

patres (et) conscripti             “feður og meðskráðir” = öldungar úr stétt patrisíanna (feður) og úr röðum auðugra manna (einkum → equites) sem tókst með auðæfum sínum að ryðja sér braut upp í öldungaráðið.

patricii                                    afkomendur feðranna, þ.e.a.s. afkomendur þeirra 100 höfðingja sem kjörnir voru af Rómúlusi við upphaf sögu Rómar

patronus                                 verndari.

plebeius                                   almúgamaður.

plebs                                        lýður, alþýða.

pontifex maximus                  æðstiprestur hinna rómversku trúarbragða og forseti prestafélags sem allt fram á 5. öld f.Kr. var falið að sjá um túlkun laganna.

populus                                   þjóð; allir frjálsir ríkisborgarar Rómar, patrisíar og plebejar.

potestas                                  vald; einkum vald → pater familias [sjá → persónuréttur]; einnig embættisvald æðstu stjórnarmanna ríkisins.

praetor                                    pretor; dómstjóri eða dómsforseti.

praetor peregrinus                 útlendingapretor, í fyrstu yfir erlenda menn í Rómaborg, síðan yfir alla Ítalíu og loks yfir skattlöndin. Var honum fengið vald til þess að bræða saman lög Rómverja og heimamanna á hverjum stað. Árlegar skipanir pretors þessa og úrskurðir skattlandsstjóra sköpuðu smám saman þann þjóðarrétt (→ ius gentium [sjá → réttarkerfi / almenn hugtök]) sem fylgt var í stjórn heimsveldisins.

praetor urbanus                     pretor Rómaborgar.

princeps (senatus)                 hinn fyrsti eða oddviti (öldungaráðsins); titill sem Octavíanus Ágústus var fenginn árið 28 f.Kr. og sem hann hélt allt til æviloka. Í upphafi merkti þetta tignarheiti að nafn hans stæði efst á skrá öldunga, en brátt tók það að merkja stjórnanda ríkisins, og er af því komið orðið prins í nútíma­málum.

principatus                             í sögunni er stjórnarfar Octavíanusar og eftirmanna hans um næstu tvær aldir kallað „principat” eða oddvitastjórn. Var og eigi um algjört einveldi að ræða, því allt til dauða Commódusar (192 e.Kr.) viðurkenndu allir keisararnir, að minnsta kosti í orði kveðnu, að þeir væru einungis oddvitar öldungaráðsins (principes senatus) innan stjórnarkerfi lýðveldisins. Formlega séð tímabilið frá 27–285 e.Kr.

quaestor                                 kvestor; embættismaður sem sér um ríkissjóðinn eða ríkishirsluna.

res publica                              lýðveldi, bókstaflega: „(opinbert) mál sem varðar alla“. Skv. gríska sagnfræðingnum Pólybíos (2. öld f.Kr.) er hin rómverska res publica besta stjórnskipan í heiminum: Takmarkað lýðræði er fólgið í löggjafarvaldi þinganna, höfðingjaveldi undir forustu öldungaráðsins, tvíveldi undir skammvinnri stjórn hverra tveggja ræðismanna, einstöku sinnum einveldi þegar kjörnir voru alræðismenn. Samkvæmt Cíceró er einveldi besta stjórnarfarið þegar einvaldurinn er góður, en verst allra stjórnhátta þegar hann er illur. Höfðingjaveldi er einnig gott ef bestu mennirnir fá að stjórna. Lýðræði er gott þegar fólkið er dyggðugt. Heppilegasta stjórnarfarið telur hann því samsteypu úr þessu þrennu eins og Pólybíos. Ef engar hömlur eru á lagðar breytist hins vegar einræðið í harðstjórn, höfðingjaveldið í fámennisstjórn og lýðræðið í skrílræði og óstjórn. Í sögu Rómar á tímabilinu frá 510-27 f.Kr.

senatus                                   öldungaráð, upphaflega ráðgjafasamkunda patrisíanna. En ættarhöfðingjar þeir sem í öndverðu skipuðu ráðið, voru smám saman leystir af hólmi af fyrrverandi → consules og → censores, og sensorarnir höfðu vald til að fylla tölu ráðsmanna í 300 með því að nefna til ráðsins menn af stétt patrisía eða riddara. Menn sátu í ráðinu ævilangt.

tribunus plebis                       alþýðuforingi eða fulltrúi / málssvari alþýðu í hvívetna, eftir 367 f.Kr. tíu talsins. Hlutverk þeirra var að vernda lýðinn fyrir ofríki landsstjórnarmanna, og þeir gátu með orði → veto stöðvað allar athafnir stjórnvaldanna hvenær sem einhverjum þeirra bauð svo við að horfa. Þessir tíu menn voru sacrosancti (= friðhelgir), sem kallað var: það var talið helgispjöll og lífllátssök að beita þá ofbeldi nema á tímum lögmætrar alræðisstjórnar (→ dictator).

triumviratus                           þremenningasamband, þríeyki eða þrístjóraveldi (1. Crassus, Pompeius og Caesar; 2. Octavíanus [síðar Ágústus], Markús Antoníus og Lepídus).

veto                                         ég banna: neitunarvald alþýðuforingja til að vernda lýðinn fyrir ofríki landsstjórnarinnar. Með veto gátu þeir stöðvað allar athafnir stjórnavaldanna hvenær sem einhverjum þeirra bauð svo við að horfa.

 

2. Réttarkerfi Rómaveldis

a. Almenn hugtök

constitutiones principum                               skjalfestar skipanir keisara; þær birtust í fjórum myndum: 1) edicta, þ.e.a.s. princeps gefur út tilskipanir í krafti embættisvalds síns sem giltu um allt heimsveldið; 2) decreta eða úrskurðir hans í dómarasæti höfðu lagagildi eins og hjá öðrum embættismönnum; 3) rescripta, þ.e.a.s. princeps veitti skrifleg svör við fyrirspurnum um ýmis vafamál annaðhvort í bréflega (epistulum) þegar um var að ræða fyrirspurn embættismanns eða sem ákvörðun þar sem skrifað var undir beiðni óbreytts borgara sem hafði snúið sér til hans (subscriptio); 4) mandata eða fyrirmæli þau sem keisarar gáfu embættismönnum og sem urðu með tímanum ítarleg stjórnsýslulög.

Corpus iuris civilis                 lagasafn eða Rómaréttur Jústiníanusar sem skiptist í fernt: Codex (heildstæð og samræmd löggjöf eða safn tilskipana keisara – keisaralögin) sem á rót að rekja til tilrauna sem áður höfðu verið gerðar til að bókfesta rómverska réttinn; Digesta eða Pandectae (útdrættir úr álitsgerðum, úr-skurðum og fræðiritgerðum nafntogaðra lögfræðinga); Institutiones (inngangsfræðin eða kennslubók í rómverskum rétti fyrir laganema; eins konar almenn lögfræði) og Novellae (nýmæli, nánar tiltekið lög sem sett voru eftir að Codex hafði birst).

decemviri                                tímenningar sem sömdu → leges duodecim tabularum (tólftaflnalög). Flestir telja, að verkefnið þeirra hafi verið tvíþætt, þ.e.a.s. að bókfesta gildandi réttarvenjur og einnig að setja nýmæli og fella brott úrelt ákvæði.

edictum                                   tilskipun; ýmis lagaleg fyrirmæli sem voru minni háttar eða sérstaks eðlis voru sett í mynd tilskipana (edicta) af embættismönnum Rómaborgar. Hver nýr borgarpretor (praetor urbanus) gaf út edictum praetorium eða edictum perpetuum sem kunngjört var af kallara á Rómatorgi og letrað á vegg. Þar voru birtar þær lagareglur sem pretorinn hugðist fylgja í dómsstörfum ( → formula, sjá → réttarfar) og öðrum athöfnum á embættisári sínu. Svipaðar tilskipanir voru útgefnar af útlendigapretorum (praetores peregrini). Samkvæmt stjórnarvaldi sínu máttu pretorar skýra nánar gildandi lög. Þannig samtengdust hin fornu grundvallarlög Rómverja (→ ius civile) og lifandi dómsstörf pretoranna. Þegar lög eða lagagreinar voru endurteknar í tilskipunum pretora mörg ár í röð (edictum tralaticium), urðu þau ákveðinn þáttur í hinum svonefnda → ius honorarium. Hitt bar þó einnig iðulega við að pretor gengi í gegn tilskipunum og stefnu forvera síns, og ríkti svo óvissa í löggjöf og gjörræði í dómum. Til þess að binda enda á óvissu þessa bauð Hadríanus keisari að steypa öllum embættismannalögum saman og gefa þeim varanlegt gildi (edictum perpetuum, 130 e.Kr.). Skyldi keisarinn einn hafa vald til að breyta þeim.

interpretatio                           vitsmunalega ferlið, grundvallaratriði í þróun rómverskra laga, þar sem lagareglur eða viðmið voru útskýrð og túlkuð af lögfræðingum til að kanna raunverulega merkingu þeirra.

ius                                           réttur / réttarkerfi sem nær bæði yfir skráðan og óskráðan rétt.

ius civile                                  réttur Rómaborgar, síðar ríkisréttur á grundvelli → leges duodecim tabularum og annarra lagasetninga.

ius edicendi                             rétturinn til að gefa tilskipanir sem tilteknum embættismönnum (t.d. praetor)er veittur í krafti valds síns til að gefa út tilskipanir.

ius gentium                            alþjóðaréttur; réttur í gildi meðal allra þjóða og auk þess réttur til að leysa mál  milli rómverskra ríkisborgara og útlendinga.

ius honorarium                      „heiðursréttur“; réttur í krafti ráðherravalds æðstu embættismanna rómverska lýðveldisins;  «heiðursréttur» af því að þeir gegndu embætti sínu án endurgreiðslu; einnig kallað ius praetorium enda voru það helst → praetores eða dómstjórar sem leyfðu nýjar aðferðir innan réttarkerfisins.

ius naturale                            náttúrulögmál sem allar skepnur (bæði menn og dýr) fylgja.

ius privatum                           einkaréttur sem varðar samskipti milli einstaklinga.

ius publicum                           réttur sem varðar ríkið eða samskipti milli einstaklings og ríkisvalds.

ius non scriptum                    óritaður / óskráður réttur; frekar óskipulegt safn af ættarvenjum, konungstilskipunum og boðorðum prestanna → mos maiorum.

ius scriptum                           ritaður / skráður réttur.

ius respondendi ex auctoritate principis         leyfi veitt útvöldum lögspekingum til að svara fyrir hönd keisara eða princeps.

leges duodecim tabularum    tólftalfnalög; fram á 5. öld f.Kr. höfðu patrisíaklerkar varðveitt lög Rómverja og skorið úr lögmálsþrætum. Þeir höfðu haldið lagaskrám sínum leyndum og notað einokun sína og samband laganna við trú og helgisiði sem vopn gegn breytingum á þjóðfélagsháttum. Eftir langvarandi þóf sendi ráðið nefnd þriggja patrisía til Grikklands að rannsaka löggjöf Sólons og annarra grískra lagasmíða (árið 451). Þegar þeir komu aftur heim að þremur árum liðnum, kaus þjóðfundurinn tíu menn → decemviri til að setja ný lög og veitti þeim alræðisvald í Róm um tveggja ára skeið. Löggjafarnir breyttu fornum réttarvenjum Rómverja og settu þeim hin frægu tólftaflnalög, sem samþykkt voru á þjóðþingi með nokkrum breytingum og síðan höfð uppi á torginu til sýnis hverjum þeim sem lesa vildi – og lesa kunni. Þessi hljóðláti atburður olli aldahvörfum í sögu Rómverja. Nú var í elstu mynd letrað lagakerfi þess réttarkerfis sem síðar kallast Rómaréttur. Töflurnar tólf voru á tvennan veg bylting í lögum: Nú voru Rómalög birt almenningi, og jafnframt gerð veraldleg. Töflurnar tólf  tóku við af óvissu og óskráðum lagavenjum og urðu brátt grundvöllur almennrar menntunar. Fram á daga Cícerós máttu allir námsmenn læra þær utanbókar, og eflaust hafa þær átt drjúgan þátt í að móta hina ströngu og stefnuföstu, rökfimu og löghneigðu skapgerð Rómverja. Þær voru auknar og endurbættar aftur og aftur, með setningu nýrra laga, pretoraboðum, ráðssamþykktum og tilskipunum keisara, en voru þó grundvöllur rómverskra laga í 900 ár allt til daga Jústiníans keisara, en með honum hofst nýr þáttur rómverskrar réttarsögu.

lex                                           lagaboð eða nánar lagabálkur; lögin voru í senn lex og → ius = lagaboð og réttur. Lex sem ritað lagaboð er partur af ius. Lagafrumvörp embættismanna ríkisins voru afgreidd á hinum ýmsu þingum (→ comitia, sjá → saga Rómaveldis).

magistratuum edicta             lagalega bindandi ákvarðanir dómsforseta (praetor).

mos maiorum                         siðir feðranna; allt fram á 4. öld e.Kr. fyrirmynd siðgæðis og uppsretta laganna.

plebiscitum                             úrskurðir alþýðunnar eða lög afgreidd af alþýðudeild Rómaborgar (→ concilium plebis, sjá → saga Rómaveldis) sem allt frá 287 f.Kr. (lex Hortensia) tóku einnig gildi fyrir þjóðina alla, þ.e.a.s einnig fyrir heldri borgara (patricii).

principum placita                  löggjafarvald → princeps; tók á sig mismunandi form.

responsa prudentium            lagatúlkun lögspekinganna; oft leituðu lögmenn og dómendur ráða lögspekinganna. Smám saman höfðu skrifleg svör þeirra, samkvæmt óskráðri venju, nálega sama gildi sem lög væru. Ágústus veitti úrskurðum þeirra fullkomið lagagildi með tveimur skilyrðum: að lög-spekingurinn hefði fengið hjá keisraranum → ius respondendi eða rétt til að svara spurningum um lagaefni og að svarið væri sent innsiglað til dómara þess sem fjallaði um hlutaðeigandi mál. Á dögum Jústiníanusar voru þessi responsa eða lagasvör orðin mikil fræðigrein og bókmenntir og urðu þau uppspretta og grundvöllur hinna miklu lögbóka hans → Corpus iuris civilis, sér í lagi Digestum.

senatusconsultum                 formleg ráðgjöf eða ályktun öldungaráðsins sem hafði þó ekki lagagildi á tímum þjóðveldis. Þau töldust vera tillögur sem beint var til embættismanna. En í reynd voru áhrif þess svo sterk að embættismenn létu vart bregðast að hlýða fyrirmælum þess. Og lögðu sjaldan fyrir þjóðþing nokkur þau nýmæli sem ekki höfðu þegar hlotið blessun öldungaráðsins. En smám saman urðu þau ákveðin tilmæli og fyrirskipanir, og frá og með  tímum → principatus (sjá → saga Rómaveldis) öðluðust þau fullkomið lagagildi.

aequitas                                  að taka tillit til ástæðnanna í málaferlum umfram bókstaflega túlkun laganna (→ ius honorarium).

 

b. Persónuréttur

 adoptio                                    ættleiðing persónu sem er → alieni iuris og færist úr valdi eins → paterfamilias yfir til annars.

adrogatio                                ættleiðing persónu sem er þegar → sui iuris og fer undir vald annars → paterfamilias.

affectio maritalis                   hjónaband í rómverskum rétti var skilgreint sem samband til lífstíðar á grundvelli huglægrar afstöðu maka, þ.e. affectio maritalis, um að samband þeirra væri hjónaband, en hjónaband í rómverskum rétti var lagalegt og félagslegt samband.

agnatus                                  ættingi eða frændi í karllegg skyldur öðrum í gegnum sama → paterfamilias.

alieni iuris                              að vera háð(ur) valdi annars (= alieni) sem er einmitt → paterfamilias; lagalega ósjálfstæð(ur). Hugtak sem náði yfir alla sem féllu undir boðvald (potestas) paterfamilias, þ.e. húsbóndans. Undir boðvaldið féllu öllu jafna kona húsbóndans (ef hún var gift honum cum manu), börn hans sem og þrælar hans. Þessir aðilar gátu þó undir ákveðnum kringumstæðum komist undan eða fallið utan húsbóndavaldsins. Aðrir aðilar sem voru í forsjá eða undir handleiðslu (tutela) húsbóndans töldust þó ekki vera alieni iuris.

auctoritas tutoris                  samþykki forræðismanns í ákveðnum viðskipta­samskiptum skjólstæðings síns.

capacitas agere                      hæfni til að eiga í samskiptum sem eru lagalega bindandi einnig í umboði fyrir hönd annars manns (t.d. sonur undir valdi → patria potestas eða jafnvel þræll þar sem báðir njóta ekki [enn] → capacitas iuridica).

capacitas iuridica                   lögmæt hæfni þess sem er ekki lengur undir valdi → paterfamilias eða → dominus.

capitis deminutio                   «stöðuminnkun» sem gat verið þrennskonar: frelsis-svipting, svipting ríkisborgararéttar (→ civitas) eða brott-vikning úr eigin fjölskyldu → emancipatio.

civitas                                     borgararéttur Rómar, síðar ríkisborgararéttur; rómverskir borgarar voru allir þeir sem tilheyrt höfðu rómverskri ættsveit eða fengið inngöngu í hana með ættleiðingu (→ adoptio eða → adrogatio), lausn úr ánauð (→ manumissio) eða leyfi stjórnvalda. Þegnréttur þessi var í þremur þrepum: 1) Fullgildir borgarar (cives optimo iure) sem höfðu fjórþætt réttindi: kosningarrétt (ius suffragii), embættisrétt (ius honorum), rétt til að giftast frjálsborinni persónu (ius connubii) og rétt til að gera verslunar­samninga sem verndaðir voru af rómverskum lögum (ius commercii). 2) Borgarar án kosningarréttar sem höfðu rétt til hjónabands og samninga, en ekki til kosninga eða embættis. 3) Leysingjar sem höfðu kosningarrétt og samningsrétt, en ekki hjónabands- eða embættisrétt. Fullgildir borgarar höfðu auk þess ýmisleg sérréttindi samkvæmt einkalögum: Faðir hafði vald yfir börnum sínum (→ patria potestas), eiginmaður eða → paterfamilias yfir konu sinni (→ cum manu), eigandi yfir eignum sínum (→ dominium, sjá → eignarréttur) og frjáls maður yfir öðrum samkvæmt samningi.

clientes                                   skjólstæðingar; þeir, sem ekki voru merðlimir ættar (gentis), voru réttlausir, en þó ekki alltaf meðhöndlaðir sem þrælar. Oft voru þeir teknir upp í einstakar patrisíaættir, sem óvirkir lægra settir meðlimir og voru í þjónustu þeirra. Nefndust þeir clientes, en sá, sem tók þá upp í ætt sína. Nefndist verndari → patronus. Voru þeir háðir verndara í einu og öllu, en honum bar að veita bæði þeim og eingum þeirra hvarvetna vernd, koma fra fyrir þeirra hönd í málum. Urðu þá clientes þessir nokkurs konar hálflfrjáls stétt.

cognatus                                 blóðskyldur ættingi með eða án sama → paterfamilias.

coniugium                              hjónaband, bókstaflega: «samoka». Að brúðkaupsveislu lokinni lyfti brúðguminn brúðinni yfir þröskuld heimilis, fékk henni lykla hússins, og síðan beygðu bæði höfuð sín undir ok til að jarteikna band það er þau tengdi saman. Fyrir því var hjónabandið kallað coniugium = samoka.

conubium                               brúðkaupsréttur. Ein af fríðindum rómversks ríkisborgara-réttar. Rétturinn (ius conubii) til að ganga í gilt hjónaband sem var viðurkennt í rétti Rómaborgar með öðrum rómverskum ríkisborgara.

cum / sine manu                    hjónaband var ýmist cum manu eða sine manu (manus = hönd sem tákn fyrir vald eða eign  sbr. → emancipatio eða manumissio), þ.e. cum manu ef brúðurin og allar eigur hennar var selt undir vald eiginmanns (ef hann var einnig → pater familias) eða tengdaföður, ellegar skyldi hún sem fyrr lúta forsjá föður eða eigin → pater familias síns (= sine manu).

cura / curatela                       umsjón eða forræði til að annast málefni ungra karlmanna sui iuris komnir að lögaldri en enn ekki orðnir 25 ára eða vanþroskaðra og ekki viðskiptahæfra sui iuris.

curator                                    lögráðandi eða lögráðamaður, sá sem fer með forsjá ungra karlmanna sui iuris komnir að lögaldri en enn ekki orðnir 25 ára eða vanþroskraðra og ekki viðskiptahæfra sui iuris.

dos                                          heimanfylgja, heimanmundur.

emancipatio                            „láta af hendi“ (e/ex manu; manus eða hönd sem tákn valds yfir persónum eða hlutum); sonur eða dóttir verða sui iuris fyrir ákvörðun → paterfamilias þeirra og yfirgefa þar með sína eigin fjölskyldu.

familia                                     faðir og móðir, hús þeirra og lausafé, börn þeirra, kvæntir synir, sonabörn þeirra og sonakonur, þrælar og skjólstæðingar – þetta allt til samans var hin rómverska familia sem fremur mætti kalla heimili en fjölskyldu, ekki hópur náinna skyldmenna, heldur fólk og fé sem allt var undirgefið elsta karlmanni flokksins pater familias.

gens                                        ætt; flokkur frjálsborinna manna sem röktu kyns sitt til eins forföður, báru nafn hans, blótuðu guðina sameiginlega og voru skuldbundnir til samhjálpar í friði og stríði. Hvert sveinbarn bar þrjú nöfn: eiginnafn (prænomen), t.d. Públíus, Marcus, Caius; ættarnafn (nomen), svo sem Cornelíus, Túllíus, Júlíus, og viðurnefni (cognomen), svo sem Scipíó, Cíceró, Caesar. Konur voru að jafnaði nefndar ættarnafninu einu: Cornelía, Túllía, Cládía, Júlía.

gentiles                                   ættflokksmenn.

impubes                                  drengur til 14 ára aldurs, stúlka til 12 ára aldurs.

infans                                      barn allt til 7 ára aldurs.

libertus / libertinus                leysingi; þræll sem hefur öðlast frelsi.

mancipium / mancipia          «handhöfn» undir valdi → pater familias eins og eiginkona og börn (sem eru þó frjálsbornir ríkisborgarar!), uns honum þóknast að gefa þeim frelsi, sleppa af þeim hendinni (t.d. með → emancipatio).

manumissio                            að veita þræli frelsi.

paterfamilias                          «faðir fjölskyldunnar» eða höfuð fjölskyldunnar (elsti lifandi karlmaður flokksins sem getur verið faðir, afi eða langafi) sem lýtur ekki stjórn annars manns, þ.e.a.s. ef sonur kvæntist meðan faðir hans var á lífi, hélst föðurvaldið yfir barnabörnunum í höndum afa þeirra.

patria potestas                       föðurvald; persónulegt vald höfuðs fjölskyldunnar; hann einn átti öll réttindi að lögum á fyrstu tímum þjóðveldisins; innan fjölskyldunnar er hann sá eini sem mátti kaupa, eiga og selja fasteignir eða gera samninga og þurfti að samþykkja hjónabönd þeirra sem lutu valdi hans.

patronus                                 eftir að hafa veitt þræli frelsi varð fyrrverandi → dominus að verndara leysingjans.

peculium                                 fé eða eign í umsjón persónu sem lýtur stjórn sem sonur eða þræll og sem hún má nota að vild en er samt eign → paterfamilias eða → dominus.

puber                                       drengur allt frá 14 ára, stúlka allt frá 12 ára aldri.

pupillus                                   skjólstæðingur.

servus                                     þræll sem lagalega séð varð ekkert annað en (mennskur) hlutur (res) og naut þar með ekki persónuréttinda. Þrælar máttu ekkert eiga, erfa eða gefa. Þeir gátu ekki gengið í lögmætt hjónaband. Börn þeirra voru talin óskírgetin/óskilgetin, og ambáttarbörn voru talin til þræla jafnvel þótt faðirinn væri frjáls maður.

status                                     staða persónu sem greindist af þrem einkennum: libertas (frelsi), civitas (borgararéttur) og familia (fjölskylda). Aðeins sá eða sú sem bjó yfir öllum þessum einkennum var persóna í fyllstu merkingu orðsins: hann / hún var frjáls en ekki þræll, var ríkisborgari en ekki útlendingur og tilheyrði rómverskri fjölskyldu.

sui iuris                                   orðrétt af hans/hennar eigin valdi/rétti. Þetta hugtak lýsir sérhverjum einstaklingi í Rómarrétti sem var laus undan valdi annars eða lagalega sjálfstæð(ur). Almennt voru aðeins tveir flokkar einstaklinga sui iuris í Rómarrétti, paterfamilias eða einhleypir karlar/konur án paterfamilias.

tutela                                      forræði yfir barni undir lögaldri eða ævilöng forsjá konu (tutela mulierum) sem eru sui iuris og lúta þar með ekki lengur stjórn → paterfamilias.

tutor                                       lögráðandi / lögráðamaður eða fjárvarðveislumaður, sá sem fer með forsjá barns undir lögaldri eða konu (tutela mulierum) sem eru sui iuris.

 

c. Eignarréttur

accessio                                  leið til þess að öðlast eignarrétt, fellur undir ius gentium (ius naturale) flokkinn. Reglunni var beitt í tilfellum þar sem tveir eða fleiri hlutir sem tilheyrðu mismunandi eigendum, voru tengdir saman, eða blandað saman, með þeim afleiðingum að erfitt/ómögulegt var að aðskilja þá. Að jafnaði öðlaðist eigandi verðmætari hlutarins eignarhald á þeim hlut sem hafði minna verðgildi þegar accessio var beitt. Sem dæmi um tilfelli þar sem reglan gæti átt við má nefna það þegar hey fauk saman af túnum mismunandi aðila eða þegar víni, sem var í eigu mismunandi aðila, var blandað saman í eitt ílát.

alluvio                                     féll undir accesso og átti við um bæði fasteignir og lausafé. Reglan var notuð í aðstæðum þar sem árbakkar stækkuðu hægt og bítandi sökum árframburðar/leðju. Í ofangreindum aðstæðum gerði alluvio það að verkum að eigandi viðkomandi árbakka varð einnig eigandi áframburðarins / leðjunnar.

animus                                    hugarfar, hvati eða vilji eins manns til tiltekinna gjörða eða gerninga; í vissum tilvikum þarf animus að vera til staðar svo að lagalegar afleiðingar koma til greina, t.d. við eignarnám án titils (animus possidendi) eða við þjófnað (animus furandi).

arra                                         táknrænt merki eða hlutur (pantur) til tryggingar um vilja til þess að standa við samning. Oft hringur eða annað slíkt sem kaupandi lét þá seljanda hafa þar til salan hafði gengið í gegn og þá var pantinum skilað.

avulsio                                    brottnám eða einhverskonar landmissir, þegar land er hrifið af einum stað og fært yfir á annan stað (landbrigði).

beneficium inventarii             lagaleg aðferð sem miðar að því að takmarka ábyrgð erfingja í þeim aðstæðum er bú arfleiðanda er gjaldþrota. Reglan kvað á um að innan þrjátíu daga eftir upplestur erfðaskrár eða frá því að erfingi vissi um réttindi sín til arfs, bar honum skylda til að skrásetja eignir arfleiðanda. Skrána þurfti að gera í návist lögbókanda og skyldi vera fullbúin innan sextíu daga frá upplestri erfðaskrár eða vitneskju erfingja um réttindi sín. Er skráin var fullbúin þurfti lögbókandi að votta hana og staðfesta að allar eignir og skuldir búsins væru færðar í skrána. Gerð slíkrar skrár hafði það í för með sér að þær skuldir sem skráðar voru í áðurnefnda skrá takmörkuðust við andvirði búsins, bar erfingja því ekki að greiða skuldir arfleiðanda umfram andvirði búsins (allt að ¾ af andvirði búsins, eftirstandandi fjórðungur var þá eyrnamerktur hinu svokallaða „quarta falcidia“).

bona fide                                 „í góðri trú”; hugarfar manns sem telur sér trú um að haga sér rétt í samskiptum (t.d. í samningum) eins og sæmir góðum borgara.

bonae fidei possessor             sá sem hefur eignast e-ð af samningsaðila sem er í raun og veru ekki lögmætur eigandi; en hann getur hlotið titil eigandans í gegnum usucapio.

bonorum possessio                eignarhald arfs heimilað af pretor þegar ekki var hægt að ganga að erfðum samkvæmt → ius civile (sjá → réttarkerfi Rómaveldis). Í gegnum → usucapio varð þess konar erfingi þá að löglegum eiganda. Erfðareglur á vegum dómstjóra (praetor) kváðu á um að ákveðnir einstaklingar voru tilnefndir sem „borgaralegir erfingjar“ (heres civilis) og réttindum þeirra gagnvart dánarbúi arfleiðanda, hvort sem um eignarréttindi eða kröfuréttindi var að ræða, var veitt viðtæk réttarvernd.

brevi manu                             Afbrigði afhendingar (traditio) þar sem raunveruleg og efnisleg yfirfærsla hlutar átti sér ekki stað vegna þess að hinn nýi eigandi fór þegar með umráð hlutarins þegar traditio átti sér stað.

caveat emptor                        ef kaupandi hafði tækifæri til þess að skoða söluhlut áður en samningur var gerður, gat hann ekki rift samningnum ef hluturinn reyndist gallaður.

commercium                          einn helsti ávinningur rómversks ríkisborgararéttar. Það var rétturinn (ius commercii) til að nota mancipatio sem leið til að öðlast eignarrétt á res mancipi. Sumir höfundar hafa einnig sett fram getgátur um að það feli í sér rétt til að nota form og verklagsreglur ius civile til að stofna til og framkvæma verslunarviðskipti.

commixtio                              hugtakið kemur ekki beinlínis fyrir í rómverskum lagaheimildum. Það lýsir aðstæðum þar sem tveimur föstum efnum er blandað saman.

commodatum                         útlán mestmegnis → res mobilis til notkunar eða afnota án þess að krafist sé leigugjalds; ófullkominn tvíhliða samningur, þ.e.a.s.  lántakandi einn skuldbindur sig til að skila því sem hann fékk til afnota en skyldur lánveitandans gætu hafist að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

conducere                               taka á leigu.

confusio                                  hugtakið er stundum notað í accessio – ius gentium hætti til öflunar eignarréttinda til þess að lýsa því tilviki þar sem vökvum eða málmum er blandað saman.

consensus                               samkomulag, samþykki.

constitutum possessorium   hugtak frá miðöldum notað til lýsa þeim aðstæðum þegar hlutur er seldur. Hugtakið var einkum notað þegar B seldi A hlut, en áður en raunveruleg yfirfærsla á hlutnum átti sér stað. Fer þá B enn með umráð hlutarins þrátt fyrir að A sé raunverulegur eigandi hans. Í slíkum tilvikum hefur eignarrétturinn að hlutum færst yfir en umráð verða áfram hjá fyrrverandi eiganda, þ.e. B.

contractus                              samningur.

contrectatio                            að skipta sér af eign óviðkomandi manns furtum. Skilyrði þjófnaðar (furtum) var að það hafi verið hvers kyns ólögmæt meðferð á hlut annað hvort með því að flytja hann á annan stað eða með því að halda honum með ólögmætum hætti áfram í þinni vörslu.

corpore corpori                      skaðabótaábyrgð á ólögmætu eignatjóni var aðeins hægt að reisa á Lex Aquilia ef það var sannað, ásamt öðru, að áþreifanlegum skaða hefði verið valdið af líkama (corpori) á líkama/hlut (corpore). Með tímanum veitti dómstjóri leyfi til málaferla annars vegar á grundvelli ákveðinna staðreynda sem sannast við rannsóknina (actio in factum), og hins vegar málaferla á grundvelli staðreynda sem ekki er gert ráð fyrir beinlínis í lögunum, en líkjast þeim að breyttu breytanda (actio utilis), í þeim tilfellum þar sem ólögmætu eignatjóni hefði verið valdið en fyrrgreind skilyrði væru ekki uppfyllt.

corrumpere                             þriðji kaflinn í Lex Aquilia innihélt þrjú „skaða-sagnorð“ til að lýsa þeim verknuðum sem féllu undir ákvæðin. Eitt af þessum „skaða-sagnorðum“, að mölva (rumpere) var útvíkkað með lögskýringum til að ná yfir hvers kyns beinan áþreifanlegan skaða (corrumpere). Þetta var líklega eitt af fyrstu tilvikunum þar sem gildissvið þessara laga var útvíkkað með lögskýringu.

creditor                                   kröfuhafi, lánardrottinn eða skuldheimtumaður, þ.e.a.s. lögvarin heimild tiltekins aðila, kröfuhafa, til þess að krefjast þess af öðrum aðila, skuldara, að hann geri e-ð eða láti e-ð ógert.

crimen                                     afbrot, glæpur eða meiri háttar refsivert ásetningsbrot, oftast gegn almennum hegningarlögum, afbrot, sem sætir opinberri ákæru (crimen publicum).

culpa                                       (refsivert) gáleysi, ófyrirsynja eða óvarkárni sem í vissum tilvikum (culpa lata = að gera sér ekki grein fyrir því sem hver og einn veit) jafngildir → dolus.

custodia                                  ábyrgð manns á hlutum annarra sem eru í hans umsjón (detentio) t.d. depositum commodatum locutio conductio án þess þó að hann ætli að eiga þá (animus possidendi).

damnum emergens                fjárhagslegt tjón í kjölfar tjóns á eign eða eignarmissi sökum utanaðkomandi aðstæðna (→ Lex Aquilia).

damnum iniuria datum         skaði á eign annarra (→ Lex Aquilia).

debitor                                    skuldari, sá aðili að kröfusambandi sem á að inna greiðslu af hendi til samræmis við kröfuna.

delictum                                  (lög-)brot eða sú háttsemi sem er andstæð réttarreglum og gefur þeim sem verður fyrir því tækifæri til að leita réttar síns fyrir dómstól.

depositum                               samningur um að geyma e-ð (→ res mobilis) án þess að fá endurgoldið; ófullkominn tvíhliða samningur, þ.e.a.s. aðeins sá sem tekur við hlut skuldbindur sig til að skila því sem hann hefur fengið í gæslu en skyldur hins aðilans gætu hafist að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

diligentia                                 nákvæmni eða vandvirkni í umsjón hluta sem faldir eru manni til umsjónar manns (t.d. í → depositum). Krafist er að haga sér eins og bonus et diligens paterfamilias.

dolus                                       blekking eða fyrirætlun um að villa um fyrir samningsaðila á lymskulegan hátt (sjá einnig í réttarfar → exceptio doli).

dominium                               hugtak sem lýsir rómversku eignarhaldi með tilliti til ius civile. Þetta form eignarhalds var bundið við rómverska ríkisborgara og var aðeins hægt að beita á lausafé, m.ö.o. eignir (hlutir og þar með einnig þrælir) á valdi eigandans (= dominus).

dominus                                  eigandi hluta (einnig þræla!).

emere                                      kaupa.

emptio venditio                      kaupsamningur; fullkominn tvíhliða samningur milli tveggja einstaklinga.

error                                        villa. Hugtak sem merkir villu sem þróaðist í kjölfar kenninga sem rómverskir lögfræðingar þróuðu að miklu leyti á sviði samningaréttar til að takast á við áhrif ósættis á gildi samninga exheredatio    brottfall erfðaréttar.

exheredatio                             viðhald fjölskyldunnar og eigna hennar var aðaláhyggjuefni í rómverskum fjölskyldu- og erfðarétti. Margar reglur voru þróaðar í því skyni að vernda arfleiðina og voru því settar á reglur um brottfall erfðaréttar.

extraneus heres / extranei heredes                     erfingi sem kemur að utan, þ.e. utan fjölskyldunnar. Þeir erfingjar sem ekki voru sui eða necessarii heredes þ.e.a.s. háðir potestas paterfamilias við andlát hans. Þessir erfingjar þurftu að samþykkja arfinn sérstaklega áður en hann var veittur þeim.

fideicommissum                     upphaflega aðeins óformleg fyrirmæli í erfðaskrá þar sem hinum löglega arftaka er falið að láta hluta af arfinum renna til manns sem getur ekki tekið við arfi í heild skv. lögum, en á tímum Águstusar var þetta orðið aðfararhæft samkvæmt lögum.

fiscus                                      héraðsskattskrifstofur stofnaðar á valdatíma Ágústusar til að starfa óháðar ríkissjóði Rómar (aerarium). Um miðja fyrstu öld e.Kr. sameinaði keisaraveldið þessar héraðsskrifstofur, fisci, og gerði að fiscus caesaris sem á endanum komu í stað aerariums ríkissjóðs.

frangere                                  að brjóta. Orðið er eitt af „skaða“ sagnorðunum þremur (→ urere, → corrumpere) sem eru að finna í þriðja kafla Lex Aquilia um ólögmætt eignatjón.

furtum                                    þjófnaður.

hereditas                                 arfur; samheiti á þeim réttindum sem ganga að erfðum (eign, kröfur, skuldir), þ.e. skipta um eigendur við andlát manns, arfleifanda.

heres                                       erfingi sem tekur við eignum, kröfum og skuldum hins látna.

honorarium                            þóknun.

hypotheca                               veðlán. Tegund raunverulegs öryggis (haldsréttur) sem þróaðist, líklegast á klassíska tímabilinu, og deildi ýmsum líkindum með veði (pignus). Helsti munurinn á hypotheca og veði var hinsvegar sá að í fyrra tilvikinu þurfti ekki að afhenda hlut kröfuhafa. Hypotheca var þess vegna þekkt sem veð án umráða.

in bonis habere                       sá sem hefur eignast t.d. → res mancipi af lögmætum eiganda án þess þó að eignaskipti hafið farið fram skv. lögum (→ mancipatio); þar með vantar hann titil eigandans; en hann getur hlotið titil eigandans í gegnum usucapio.

iniuria                                     móðgun eða lögbrot sem felst í því að ráðast á líkama annars aðila eða svívirða hann. Lögbrot sem þróaðist frá Töflunum tólf, þar sem megináherslan var á líkamstjón manneskju vegna háttsemi annarrar manneskju, sem varð með inngripi yfirvaldsins lögbrot, en því fylgdi mikið umfang og fól í sér vísvitandi brot gegn heiðri og orðspori annarrar manneskju samkvæmt ákvæðinu. Það var einnig notað yfir svið lögbrota sem gáfu til kynna að háttsemi hafi verið „ólögleg“, þ.e. ekki í samræmi við gildandi rétt og reglur.

in iure cessio                          formleg afhending eignar fyrir dómstóli pretors þar sem sá sem tekur við hlutum lýsir hátíðlega yfir að vera eigandi á meðan sá þegir sem lætur þá af hendi.

institutio heredis                   plagg erfingja, ófrávíkjanlegt ákvæði sem hægt er að finna í sérhverri erfðaskrá Rómverja til forna.

intestatio                                erfðaröð án erfðaskrár.

iura in re aliena                      réttir í hlutum / eign annars aðila (t.d. vegaréttindi →  via).

læsio enormis                         ráðstöfun þar sem hægt væri að komast hjá kaupsamningi vegna mikils taps (laesio enormis). Seljandi gæti rift samningnum og endurheimt söluhlutinn ef kaupverðið var minna en helmingur af virði þess hlutar sem seldur var. Það eru gögn sem styðja þá kenningu að slíkt úrræði hafi verið fundið upp af Justiníanusi. Þetta fræðiheiti er ekki rómverskt.

legatum                                  arfleifð tiltekins hlutar/viðskipta sem arfleifandi hefur viljað að annar aðili erfi.

Lex Aquilia                             lög frá 3. öld f.Kr. sem heimila að innheimta skaðabætur af þeim sem hefur af ásettu ráði eða af gáleysi valdið tjóni á eigum annarra (→ damnum iniuria datumdamnum emergens lucrum cessans).

locare                                      leigja út.

locatio conductio                   samningur á grundvelli samþykkis tveggja aðila til 1) að leigja út (færanlegan eða ófæranlegan) hlut (locatio conductio rei) til 2) að leigja út þjónustu (locatio conductio operarum) eða til 3) að láta framkvæma vinnu á hlut (locatio conductio operis). Fullkominn tvíhliða samningur.

longa manu                            afbrigði afhendingar (traditio) þar sem yfirfærslan var fremur framkvæmd með bendingu (þ.e. með því að benda á hlutinn), í stað þess að raunveruleg yfirfærsla á hlut færi fram. Dæmi: jarðir.

lucrum cessans                      tjón á hagnaði í kjölfar tjóns á eign eða vegna eignarmissis í heild (→ Lex Aquilia).

mancipatio                             hátíðleg afhending eignar í votta viðurvist fyrirskipuð fyrir → res mancipi, → emancipatio ( sjá → persónuréttur) eða → testamentum. Formlega numin úr gildi á tímum Jústiníanusar.

mancipium                             frumform eignanna, oftast fengið og aflað með eigin hendi (= manu capere); handhöfn.

mandatum                              umboð; samningur á grundvelli samþykkis tveggja aðila þar sem annar aðilinn lofar að gera hinum greiða án þess þó að þiggja greiðslu fyrir það; ófullkominn tvíhliða samningur, þ.e.a.s. aðeins sá sem tekur við umboði skuldbindur sig til að gera það sem honum er falið en skyldur hins aðilans gætu hafist að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

metus                                      hótun eða ógnun til að neyða annan aðila til gera samning (sjá einnig undir réttarfar → exceptio metus).

mortis causa                          væri hægt að þýða sem dánargjöf, sem skilgreind er sem gjafaloforð sem ekki er ætlað að koma til framkvæmda fyrr en eftir andlát gefandans. Venjulega flyst gjöfin einungis til gjafaþega eftir dauða gefandans nema sé gefin önnur tilmæli (t.d. í tilfelli yfirvofandi dauða).

mutuum                                 lán á varningi til neyslu; sá sem tekur við hlutum eins og víni, korni eða olíu gerist eigandi þessa og skuldbindur sig til að endurgreiða lánveitanda sama magn í sömu gæðum (tandumdem); einhliða samningur.

necessarius heres                   neyðarerfingi, oftast þræll sem tekur við þegar arfurinn er skuldir einar.

obligatio                                  skylda; skuldbinding sem hefst með samningi.

occidere                                   þetta orð var notað um það þegar maður drap þræl eða skepnu annars manns, og þurfti því að greiða þeim manni bætur fyrir verknaðinn. Ekki var litið á þetta sem morð í eiginlegri merkingu, heldur sem eignaspjöll þar sem þrællinn eða skepnan var undirorpin eignarrétti tiltekins frjáls manns. Orðið virðist ekki vera til á íslensku og því er spurning hvort eitthvert nýyrði eins og eignadráp gæti átt við í þessu tilviki.

occupatio                                nám eða taka, einn af meginháttum þess að stofna til frumeignarréttar, þar sem maður tekur undir sig umráð hlutar sem var ekki áður háður eignarrétti annars manns eða lögpersónu (res nullius) eins og eyjar eða villidýr.

pignus                                     handveð, þ.e. veðréttur þar sem veðsali (sá sem lætur eign sína að veði til tryggingar kröfu) er sviptur umráðum hins veðsetta.

possessio                                eignarhald án löglegs titils.

pretium                                   verð.

procurator                              umsjónarmaður sem sér um (viðskipta-) mál annars manns eftir að hafa fengið fullt umboð til þess.

proprietas                               lögleg eign sem nýtur verndar erga omnes (gagnvart öllum).

rapina /

vi bonorum raptorum            rán; lausir munir annarra teknir með valdbeitingu (vis).

res communes                        hlutir í almannaeigu.

res corporales                         áþreifanlegir hlutir.

res divini iuris                        hlutir guðdómlega réttarins.

res extra commercio             hlutir undanskildir viðskiptum.

res humani iuris                     hlutir mannlega réttarins.

res immobiles                         fastir hlutir (hús, lóð = oftast fasteignir).

res in commercio                    hlutir í viðskiptum.

res incorporales                      óáþreifanlegir hlutir eins og samningar og kröfur og skuldir sem fylgja þeim.

res mancipi                             hlutir eins og í → res immobiles á ítalskri grund, vegaréttindi (→ via), þrælar og burðardýr sem krefjast → mancipatio í eignarskiptum, þ.e.a.s. sérstakrar hátíðlegrar athafnar í votta viðurvist.

res mobiles                             lausafé (í merkingunni: færanlegir hlutir).

res nec mancipi                      hlutir sem ekki krefjast mancipatio í viðskiptum og eru einfaldlega afhentir í → traditio.

res nullius                               einskis manns eign. Þegar eign er í einskis manns eigu (res nullius) er aðeins hægt að eignast hana fyrir nám (occupatio).

res publica                              hlutir í ríkiseign.

res religiosae                          helgir hlutir og staðir (eins og greftrunarstaðir).

res sacrae                               helgigripir  sem njóta bannhelgi (eins og musteri).

res sanctae                             helgihlutir undir sérstakri vernd guðanna (borgarmúrar og borgarhlið).

res universitatis                     hlutir í almannaeign.

res                                           hlutur; annar hluti Rómaréttar Jústiníanusar sem fjallar um hlutaréttinn.

societas                                   (viðskipta-) félag á grundvelli samnings þar sem fleiri aðilar samþykkja að deila ávinningum og töpum.

solutio (≠ vinculum)              samningsslit skv. ákvæðum samnings, þ.e.a.s. upplausn samnings með því að gera það sem kveðið er á um í samningi.

stipulatio                                munnlegur samningur að hefðbundnum hætti á grundvelli ákveðinna spurninga milli samningsaðilanna («Lofar þú mér að gefa mér hitt og þetta? Ég lofa þér að gefa þér hitt og þetta»). Hér er um að ræða klassískan einhliða samning stricti iuris, þ.e.a.s. aðeins annar aðilinn (= sá sem svarar) skuldbindur sig til að gera það sem felst í samningi eða loforði. Stipulatio gat þjónað sem einskonar frumform samnings fyrir viðskipti milli einstaklinga.

superficies                              byggingarframkvæmdir. Þetta hugtak inniheldur mikilvægt orðalag í tengslum við accessio af færanlegum og ófæranlegum eignum – superficies solo cedit: [eignarréttur á] byggingu víkur fyrir landinu.

suus heres                              «síns eigin erfingi» = sonur eða dóttir sem verður → sui iuris við andlát → paterfamilias (→ persónuréttur) og tekur við fjölskyldueignum.

testamenti factio                   lögmætt umboð til að skrifa undir erfðaskrá. Getan til að gera erfðaskrá (factio testamenti activa), að taka þátt í því ferli að gera erfðaskrá eða að vera arfþegi samkvæmt Rómverskri erfðaskrá (factio testamenti passiva).

testamentum                         erfðaskrá.

traditio                                    einföld eignaskipti ( res non mancipi) sem krefjast ekki → mancipatio. Algengasti ius gentium hátturinn við öflun eignarhalds. Þetta var óformlegur flutningur á efnilegri vörslu hlutar (vanalega res nec mancipi) af hálfu eiganda á grundvelli iusta causa sem olli einnig eigandaskiptum. Breytilegar kröfur um líkamlega afhendingu komu til sögunnar til þess að mæta sérstökum aðstæðum.

urere                                       að brenna. Orðið er eitt af „skaða-sagnorðunum“ sem eru að finna í þriðja kafla Lex Aquilia.

usucapio                                 að verða löglegur eigandi þeirra hluta sem maður hefur þegar undir hendi (með animus possidendi) í gegnum fyrningarfrest (tvö ár fyrir → res immobiles og eitt ár fyrir → res mobiles).

usufructus                              afnota- eða nýtingarréttur sem heimilar að uppskera ávexti sem kunna að vaxa á grundu annars manns.

usus                                        hugtak sem getur haft margar merkingar í Rómarrétti. Hugtakið var notað til þess að lýsa birtingarmyndum hjónabands cum manu. Kona varð háð manus eiginmanns síns ef hún var í sambúð með honum óslitið í eitt ár. Hugtakið var einnig notað til þess að lýsa kvöð á eign sem veitti handhafa hennar rétt til þess að nýta eignina, en án þess þó að geta haft ávinning af henni.

vendere                                   selja.

via                                           «vegaréttindi»; sá sem nýtur þessara réttinda má fara yfir eign annars manns sem kann að liggja milli tveggja hluta eign lands síns (iura in re aliena = réttindi varðandi hlut annars manns).

vinculum (≠ solutio)              band milli tveggja samningsaðila.

vis                                            valdbeiting; brotaþoli þess getur höfðað mál gegn geranda bæði skv. → ius privatum og → ius publicum.

vis maior                                 æðri kraftur sem hvorki er hægt að standast né stjórna (á ensku: act of God)

 

d. Réttarfar

actio                                        „verknaður”; réttur rómversks borgara til að hefja málaferli.

actio bonae fidei                    málaferli sem leyfði dómaranum að taka tillit til ýmissa ástæðna eða staðreynda sem ekki koma beinlínis fram í → formula. Dómstjórinn veitti dómaranum svigrúm til að meta góða trú eða trúverðugleika (bona fides) deiluaðilanna beggja.

actio civilis                             málaferli á grundvelli laganna; einnig kölluð actio in ius concepta.

actio in factum                      málaferli sem leyfa dómaranum að hefja rannsóknina á grundvelli ákveðinna staðreynda sem sannast við rannsóknina; ein af actiones honorariae (→ ius honorarium, sjá → réttarkerfi).

actio in personam                  málaferli á grundvelli (viðskipta-)samskipta tveggja einstaklinga sem hófust með samningi (→ contractus) eða með lögbroti (→ delictum) annars aðila.

actio in rem                            málaferli á grundvelli samskipta milli einstaklings og hluts sem hann á (res), oftast til að endurheimta eignina (→ rei vindicatio).

actio iudicati                          ef sá sem hefur verið dæmdur sekur vildi ekki greiða skuld sína innan ákveðins tíma gat ákærandinn hafið ný málaferli gegn honum til að neyða hann að gera það sem honum bar að gera samkvæmt úrskurði dómarans.

actio poenalis                         málaferli gegn þeim sem hefur valdið tjóni (→  delictum).

actio Publiciana                     málaferli (in rem) heimiluð af praetor sem leiðbeinir dómaranum að viðurkenna sem staðreynd að skilyrði fyrir usucapio (= að verða löglegur eigandi að liðnum fyrningar-fresti) hafi verið uppfyllt (einnig kallað actio fictitia); ein af actiones honorariae (→ ius honorarium, sjá → réttarkerfi).

actio rei vindicatio                           eignarkrafa; málaferli til að endurheimta eign sína. Lagaráðstafanir sem venjulega voru notaðar til þess að verja ius civile eignarétt á hlutum (hreyfanlegum eða óhreyfanlegum). Þetta var ráðstöfun, notuð af eiganda hlutar, sem hafði ekki umráð hlutarins, til þess að ná hlutnum af þriðja aðila. Ráðstöfunin hafði tvíþættan tilgang. Hún ákvarðaði réttan eiganda hlutarins. Þegar það hafði verið gert, var hægt að nota hana til þess að sækja eignina frá þriðja aðila sem hafði umráð yfir eigninni, en hefði eignin týnst eða skemmst í umráðum þess aðila, var eigandanum ákvarðað peningaverðmæti eignarinnar.

actio stricti iuris                    málaferli sem veita dómaranum ekkert svigrúm til að taka tillit til ástæðna sem ekki er gert ráð fyrir í formúlu, t.d. málaferli á grundvelli → stipulatio (sjá eignarréttur).

actio utilis                              málaferli á grundvelli staðreynda sem ekki er gert ráð fyrir beinlínis í lögunum en sem líkjast þeim að breyttu breytanda; ein af  actiones honorariae (→ ius honorarium, sjá → réttarkerfi).

actor                                       sá sem sækir um málaferli; í sakamálum accusator (ákærandi) og í einkamálum petitor eða postulator (sá sem krefst réttar síns).

adiudicatio                              einn hluti hins svokallaða formula, sem einvörðungu var beitt í málum er vörðuðu skiptingu eigna, s.s. skiptu sameigna, og málum þar sem deilt var um mörk eigna (actio finium regundorum). Adiudicatio heimilaði dómara að skera úr um eignarrétt málsaðila með dómi sínum.

appellatio                                áfrýjun; þegar aðili dómsmáls leitar endurskoðunar á dómi um efni máls með málskoti til æðra dómstóls. Ekki var gert ráð fyrir því að skjóta máli til hærra dómstigs á tímum lýðveldisins. Úrskurður dómarans var endanlegur. En frá og með tíma principatus mátti áfrýja málinu til næsthæsta embættismanns og í vissum tilvikum til sjálfs keisarans. Á tímum einveldis (dominatus) var dómskerfi háttað þannig: 1. stig héraðsstjóri (eða → iudex datus í hans umboði), 2. stig umdæmisstjóri (vicarius) eða hirðsstjóri keisarans (præfectus prætorio); 3. stig keisari (nema praefectus praetorio hefði dæmt á 2. stigi enda var hann álitinn staðgengill keisarans).

apud iudicem                          síðasti partur málaferlanna frammi fyrir dómara sem óbreyttur borgari allt til tíma principatus; hann sat réttarhaldið á grundvelli þeirra staðreynda sem embættismaður hins opinbera hafði viðurkennt fyrr (→ litis contestatio).

arbitrium                                gerðardómur; á tímum einveldis (dominatus) endanleg úrlausn deilumáls utan dómstóls ef báðir deiluaðilarnir komu sér saman um það. Arbiter er þar með gerðardómari eða úrskurðaraðili, oftast löglærður einstaklingur.

bonorum cessio                      þegar skuldari var orðinn gjaldþrota vegna ófyrirséðra aðstæðna gat hann, samkvæmt reglusafninu, forðast þá vanvirðingu sem fylgdi þeirri framkvæmd að kveða til yfirvalda, með því að leyfa honum að afsala sér eignum sínum af frjálsum vilja (cessio bonorum) til lánardrottna sinna.

bonorum venditio                  þegar búið var að sannreyna, í kjölfar málshöfðunar, að réttur kröfuhafa til fullnustu var ótvíræður gat hann sótt um persónulega eða opinbera fullnustugerð. Opinber fullnustugerð hófst með tilskipun praetor um að eignir skuldara yrðu gerðar upptækar. Tilskipun þessi var einungis bráðabirgðaúrræði enda þurfti fyrst að senda opinbera tilkynningu til allra annarra kröfuhafa skuldara vegna yfirvofandi nauðungarsölu á eignum skuldara sem gerðar voru upptækar. Kröfuhafar voru kvaddir fyrir praetor og þeim gert að velja hver þeirra ætti að fara með umsjón nauðungarsölunnar.

cognitio extraordinaria         „óhefðbundin rannsókn“; eftir → legis actio og → formula tók réttarfar Rómaveldis á sig þessa mynd á tímum  principatus fyrst samhliða formula – réttarfari og síðan allt frá 342 e.Kr. sem eini háttur réttarhaldsins fyrir → iudicia privata og → iudicia publica. Cognitio einkennist af tvennu: 1) ríkisvæðing alls réttarfars í hendur embættismanns hins opinbera og þar með ekki lengur skipting á milli → in iure frammi fyrir embættismanni ríkisins og → apud iudicem hjá dómara úr röðum óbreyttra borgara; 2) en um leið og princeps tók málaferli í sínar hendur og annaðist stöku sinnum réttarhaldið í sinni eigin persónu fór það fram utan hins hefðbundna réttarhalds og var þess vegna kallað cognitio extra ordinem eða cognitio extraordinaria.

condemnatio                          sakfelling; í grundvallaratriðum var sakborningurinn  epa hinn stefndi dæmdur til að borga sekt. Ef formúla gerði ráð fyrir mátti dómarinn bjóða honum til að skila því sem hann hafði undir hendi en sem var reyndar í löglegri eign ákærandans (→ rei vindicatio).

condictio                                 málaferli in personam til að innheimta skuldina  (certa pecunia = ákveðin fjárupphæð). Condictio er upprunnið í legis actio réttarfari (legis actio per condictionem). Í réttarfari per formulam var átt við tiltekna tegund persónulegra aðgerða þar sem hægt væri að krefjast tiltekins hlutar (certa res) eða tiltekinnar fjárhæðar (certa pecunia) án þess að tilgreina þyrfti uppruna skuldbindingarinnar. Þetta var því mjög sveigjanleg aðgerð sem hægt var að nota til að innheimta nánast hvaða peningaskuld sem var.

confessio                                 játning; hinn ákærði játar sig sekan þegar → in iure áður en farið er til dómarans og er þar með dæmdur (confessus pro iudicato habetur).

contumacia                            þegar manneskja hunsaði stefnu um að koma fyrir dóm eftir cognitio málsmeðferðinni, gat dómstóllinn úrskurðað gagnaðilanum í hag sjálfkrafa vegna neitunar hans á að taka þátt í málsmeðferðinni.

crimen (publicum)                 afbrot, glæpur eða meiri háttar refsivert ásetningsbrot, oftast gegn almennum hegningarlögum og sætir opinberri ákæru ( iudicia publica).

delictum (privatum)              (lög-)brot eða sú háttsemi sem er andstæð réttarreglum og gefur þeim sem verður fyrir því tækifæri til að leita réttar síns fyrir dómstólum (→ iudicia privata).

demonstratio                          ákvæði í málsmeðferðarreglunum sem kváðu á um það á hvaða grundvelli kröfur málsins voru byggðar.

deportatio                               strangasti útlegðardómurinn; hinn dæmdi var lagður í fjötra, fluttur á ömurlegan stað og sviptur öllum eignum sínum.

episcopalis audientia             dómstóll biskups í málaferlum ef báðir deiluaðilarnir samþykktu það (aðeins → iudicium privatum!) allt frá tímum Konstantínusar keisara.

evocatio                                  venjulega hófust málaferlin með því að annar málsaðilanna beggja leitaði réttar síns, en frá og með tímum principatus gat keisarinn sjálfur tekið frumkvæði, hafið málsrannsókn og kallað málaferlin öll til sín (= evocare) ef honum þótti vera mikið í húfi sem snerti hið opinbera eða hans eigin persónu (sjá einnig → cognitio extraordinaria). En úrskurðir keisarans urðu að fordæmi fyrir önnur og svipuð mál sem kunnu að gerast í framtíðinni.

exceptio                                  réttarúrræði sem upprunalega kemur frá réttarfarslögum þar sem stefndi gat andmælt fullyrðingum stefnanda. Almennt séð var það lagt til að beiðni stefnda en þróaðist síðan í rétt til að hafna kröfu stefnanda.

exceptio doli                           málflutningur af hálfu varnaraðilans – heimilaður af praetor – sem staðfestir að hafa orðið fyrir blekkingum af hálfu ákærandans í samningaviðskiptum (t.d. → actio in personam). 

exceptio metus                       málflutningur af hálfu varnaraðilans – heimilaður af praetor – sem staðfestir að hafa gert samninginn bara af ótta við hótanir af hálfu ákærandans.

exilium                                    mildara form útlegðar, því þá mátti hinn dæmdi lifa sem frjáls maður hvar sem honum þóknaðist utan Ítalíu.

formula / processum formulare            allt frá 150 f.Kr. var ekki lengur krafist tiltekinna orða og aðferða í málaferlum (→ legis actio), en málsaðilar og dómstjóri komu sér saman um það hvernig málið skyldi lagt fyrir dómarann (→ iudex). Síðan sendi dómstjóri dómaranum ritaða skýrslu um alla málavöxtu. Var þetta kallað að reka mál per formulam.

infames                                   fólk sem hefur verið stimplað infamia. Virðing slíkra einstaklinga rýrnaði ekki aðeins í augum rómverska samfélagsins, heldur var þeim einnig meinað með lögum að gegna tilteknum embættum og að höfða einkamál eða refsimál fyrir dómstólum.

infamia                                   bókstaflega “málleysi”; skortur á heiðri og heilindum / skömm / slæmt orðspor. Sum afbrot eins og þjófnaður og rán leiddu til þess að menn féllu í áliti innan þjóðfélagsins og máttu ekki lengur taka þátt í málaferlum eða láta annan gera það fyrir sína hönd.

in iure                                     fyrsti partur málaferlanna frammi fyrir embættismanni ríkisins til að ganga úr skugga um hvort gildandi lög geri ráð fyrir beiðni umsækjandans; dómstjórinn metur hvort leyfa eigi að hefja → actio eða ekki.

intentio                                   málsmeðferðarreglur sem áttu að kveða á um grundvöll lögsóknarinnar sem og málsástæður stefnunnar.

interdictio aquae et ignis      „bann á notkun vatns og elds“; þegar hinn ákærði í → iudicia publica flúði áður en dómurinn var felldur var hann úrskurðaður útlægur og mátti ekki lengur njóta vistar meðal samborgaranna. Ef hann snéri heim í leyfisleysi mátti hver sem var drepa hann.

interdictum                            bann; lýritur. Eitt af „meðulum“ ráðherravalds pretors. Úrræði á vegum dómstjóra sem voru hönnuð til að ná skjótum árangri. Stefnandi lýsti kröfu sinni og eftir að lagagrundvöllur kröfunnar hafði verið rannsakaður gaf praetor út interdictum (þ.e. bann sem beint var að stefnda). Ef stefndi hlýddi þessari skipun var ekki talin þörf á málaferlum. Hins vegar, ef ákærði virti fyrirskipunina að vettugi eða mótmælti henni, fór málið fyrir dóm. Interdicta voru flokkuð eftir tilgangi þeirra.

iudex                                       dómari; í málaferlum einstaklinga á milli ekki embættismaður hins opinbera heldur óbreyttur borgari menntaður í lögfræði sem falið er að dæma allt fram á tíma einveldis (dominatus).

iudex datus (pedaneus)         frá og með tímum principatus tilnefndu ríkisstjórar héraðanna sem höfðu umsjón með réttarhöldum í sínum umdæmum lægra setta embættismenn til að gegna hlutverki dómara (sjá einnig → cognitio extraordinaria).

iudicatus                                 sá sem hefur verið dæmdur sekur í málaferlum.

iudicia populi                         á fyrstu öldum lýðveldisins voru málaferli vegna ákveðinna afbrota og glæpa (→ crimen publicum) borin fram til atkvæða fyrir hundraðsdeildaþingi (→ comitia centuriata) eða sveitaþingi fólksins (→ comitia tributa) [sjá → saga Rómaveldis].

iudicia privata                        einkamál; mál sem einstaklingur eða lögpersóna höfðar gegn einstaklingi eða lögpersónu til úrlausnar á réttar-ágreiningi um réttindi þeirra eða skyldur.

iudicia publica                        sakamál; mál sem handhafar ákæruvalds eða einstaklingur sjálfur sem varð fyrir lögbroti annars aðila höfðar til refsingar lögum samkvæmt.

legis actio (sacramento)       málaferli á grundvelli ákveðinna laga í gildi frá tímum tólftaflnalaganna allt til endaloka lýðveldisins. Þessi málaferli fóru fram munnlega og krafist var að fara í einu og öllu eftir settum orðum enda gátu hin minnstu afbrigði ónýtt málið. Í legis actio sacramento sem var ein af fimm háttum þessara fornu málaferla fékk hvor deiluaðilanna dómstjóranum í hendur fjárhæð nokkra (sacramentum) og  rann framlag þess sem tapaði málinu til ríkistrúarinnar. Legis actio málaferli voru í gildi einnig á tímum málaferla → per formulam en formlega afnumin með leges Iuliae iudiciorum publicorum et privatorum á tímum Ágústusar.

litis contestatio                      „deiluyfirlýsing“; að loknum fyrsta áfanga í málaferlum (→ in iure) staðfesti embættismaður ríkisins það sem umdeilt var meðal beggja deiluaðilanna áður en haldið var áfram frammi fyrir dómaranum (→ apud iudicem).

missio in possessionem         eitt af þeim „meðulum“ sem praetor gat notað í processum formulare; í krafti ráðherravalds síns gat dómstjórinn veitt ákærandanum umsjón með eign (allri eigninni eða að hluta til) hins ákærða til að tryggja sæmilega framkomu þess í málaferlunum sjálfum. Þetta var því einhvers konar haldlagning eignar með það fyrir augum að vernda eignina. Væri einnig hægt að þýða sem vörslusvipting eignar í dómsmáli.

parricidium                             ólöglegt dráp frjáls borgara (upphaflega foreldramorð eða dráp ættingja: parricidium = patrem caedere = að drepa föður).

perduellio                                landráð.

quaestiones

extraordinariae                      dómstóll, frá og með 2. öld. f.Kr., reistur af gefnu tilefni til að rannsaka sérstaka (pólitíska) glæpi → crimen publicum.

quaestiones perpetuae           frá og með 149 f.Kr. fóru málaferli afbrota og glæpa (→ crimen publicum) fram fyrir kviðdómi undir forystu dómstjórans (praetor).

querela inofficosi testamenti             réttarúrræði á tímum síðlýðveldis sem kom í veg fyrir að arfleifandi gæti svipt skylduerfingja erfðarétti með því að útiloka viðkomandi erfingja í erfðaskrá þ.e.a.s. þeim erfingja sem hefði fengið sinn hlut ef arfleifandi hefði dáið án þess að búa til erfðaskrár.

relegatio                                  mildasta form útlegðar; hafði engan eignamissi í för með sér, en útlaginn varð að dveljast á tilteknum stað, venjulega langt frá Rómaborg.

restitutio in integrum            eitt af þeim „meðulum“ sem praetor gat notað í processum formulare; ef annar deiluaðilinn hafði tapað miklu í málaferlum stricti iuris og varð þar með fyrir óréttlæti (t.d. ef hann var óreyndur, of ungur) gat dómstjórinn skipað að endurnýja ástandið sem fyrr ríkti áður en málsaðilarnir gerðu samning sín á milli.

sententia                                dómur eða álit í ritum lögspekinga. Einkum dómsniðurstaða/dómsorð eða niðurstaða í réttarfari annaðhvort condemno = ég sakfelli (hinn ákærða) eða absolvo = ég leysi (hinn ákærða).

stipulationes praetoriae        eitt af þeim „meðulum“ sem praetor gat notað í processum formulare; dómstjórinn gat neytt annan málsaðilanna beggja (eða báða) til að gera → stipulatio (sjá → eignarréttur) í þeim tilgangi að tryggja sæmilega framkomu hans / þeirra í málaferlunum sjálfum.

reus                                         hinn ákærði í sakamálum,  sakborningur; í einkamálum kallast oft pars conventa = sá sem er kallaður fyrir dómstól.

Reflections on Castoriadis’ “The Crisis of Modern Society”

In his 1965 talk “The Crisis of Modern Society”, Castoriadis retrieves five crises or dimensions (107): (1) axiological; (2) productive; (3) political; (4) familial; (5) educational. While Castoriadis discusses the notion of crisis in other works of his, he focuses therein on one or two of these five specific elements (e.g. (1) in “The Crisis of Culture and the State”, (1) and (3) in “Un monde à venir”, (5) in “Entretien avec Cornelius Castoriadis”). Thus, what makes this particular 1965 talk so interesting is its broader, perhaps more superficial, but undoubtedly more comprehensive scope. In essence, it is as synthetic a picture of what Castoriadis understood as crisis, and particularly as modern crisis, as there can be. Also, it must be noted that Castoriadis revised his assessment of (4) in a later work of his focussed upon crisis (“The Crisis of the Identification Process”), which seems to reduce considerably the relevance of this element. Later assessments of (1)-(3) and (5) do not differ much from what he stated in 1965, instead.

  Continue reading Reflections on Castoriadis’ “The Crisis of Modern Society”

The Wider Impacts of Universities: Habermas on Learning Processes and Universities

  

It should seem obvious from a European point of view that higher education and research fits tightly together institutionalized in the age old university institutions. It has, however, been observed that research on higher education and research on the research functions of universities are strangely unrelated in the literature.[1] Apart from this separation there can be distinguished between two mayor outcome debates on higher education and universities. [2] The debates on outcomes are firstly the debates on the ends of higher education for the individual and secondly the wider societal benefits of both research and higher education.

 

Considering the outcomes for the individual the discourse of reform in higher education tends to focus narrowly on employability and the relationship between higher education and the labor market. Considering the wider outcomes of research the dominant discourse is that the end of all knowledge production is that of innovation that privileges technology and applicative fixes of social kinds. Both aspects of the benefits of universities are thus viewed in strictly economic terms – often related to a functionalist interpretation of both the demands of the knowledge economy (not the knowledge society) and of the “outcomes” of higher education and university research. According to many scholars, including Habermas, the functionalist interpretation has proved hard to overcome especially in the field of research in higher education. Since Talcot Parsons and Charles C. Platt wrote their seminal work on the American university functionalist views of higher education has prevailed both in the literature but also in the self-understanding of many university leaders.[3]

 

The concern of this paper is therefore threefold. Firstly the critique by Habermas of the prevailing functionalism in the view of higher education and research will be outlined. Secondly a brief discussion on the outcomes of research will, thirdly, lead to a discussion of the contributions on both the individual level of higher education as well as the wider societal outcomes. It is the argument here that the two last discussions cannot be taken separately but that they meet in concepts like the public sphere, civil society, citizenship, empowerment, emancipation and wellbeing. It is also the aim here to overarch the current dichotomies of either/or in the discussions on university reform. It is obvious that higher education and research also contribute to the knowledge economy but the argument in this paper is that this role is only one out of multiple social and cultural roles. Instead – this is a discussion on balances.

 

Habermas – the critique of functionalism

 

Habermas fights on two fronts in his critique of university reform and reformers.[4] One front consists of the “mandarins” of a conservative outlook that defend the classical idea of a unifying “idea of a university.” As enemies of modernity these reformers seem to cling to outdated views of both society and institutions. This leads Habermas to adhere to some of the functionalist views – in a word he agrees to differentiation as against unity. But he certainly does not agree with the full-blown functionalism that considers both higher education and research as governed by norm free symbolic media in the vein of Niklas Luhmann.

 

Firstly on the front against conservative reformers like Karl Jaspers and Helmut Schelsky Habermas raises a critique of the idea of a university as a unifying force, which he considers to be based on an idealistic sociology. The university is NOT exemplary of a life form that shall permeate society as a whole. “Organizations no longer embody ideas. Those who would bind organizations to ideas must restrict their operative range to the comparatively narrow horizon of the life world intersubjectively shared by its members.” Adhering to the ideals of Humboldt thus “belongs to those purely defensive minds whose cultural criticism is rooted in hostility to all forms of modernization.”[5] He equates this stand with that of a “mandarin ideology” of the learned classes, a concept coined by the sociologist of education Fritz Ringer.[6]

 

As to counter this out-dated view the university is initially called a “functionally specific subsystem of a highly differentiated society” and Habermas states “The functional capability of such institutions depends precisely on a detachment of their members motivations from the goals and functions of the organization.” He even states that a functionalist interpretation presents itself as promising:

“A more distanced perspective derived from international comparisons thus yields a picture which practically compels one to adopt a functionalist interpretation.”[7]

 

Habermas critique of systems theory is well known. The problem he sees in connection to higher education is that systems theory presupposes that all modernized parts of society must take the form of a norm free subsystem of communication and that it a priori supposes that this covers all areas of societal action. This Habermas calls the “system-theoretical overgeneralization.” “The universities (have) by no means out grown the horizon of the life world in the style of, for example capitalist corporations or international agencies.”[8]

 

In Habermas’ terms a functionalist view entails a perspective where “the universities present themselves as part of a system requiring less and less normative integration in the heads of professors and students the more it becomes regulated by systemic mechanisms with disciplinary production of technically useful information and job qualifications directed at the environments of the economy and the planning administrative bureaucracy”[9]

 

It is not difficult to see the current discourses on higher education in this quote, in spite of a distance of a quarter of a century. Habermas’ general critique of functionalist sociology is therefore all the more relevant to apply to the present day discussions. Habermas’ insistence on a differentiation between instrumental and communicative action in his interpretation of society as a whole does also find its way into his views of the university. The distinction between life world and system that is basic to his view of society at large is also found within this institution: “Processes of differentiation which have accelerated over the last two decades need not be brought under a single system theoretical description leading to the conclusion that the universities have now completely outgrown the horizon of the life world.”[10]

 

Hereby Habermas, in my view, delivers a more ecological view of a balance to be found also in university and higher education reform. The view is dismantling the idea of an unproblematic unity of all activities in the university, but is holding on to a view of a multiplicity of interplay between different aspects of the institutional life forms of a modern university.

 

Before we consider these differentiated aspects of first research and then higher education this part of the paper should state the interesting affinity between traditionalists and functionalists that make Habermas’ two frontal attack feasible. In Habermas critique the functionalism is equated with a neoconservative viewpoint that “only uses traditions as a compensation for the easier flow of information streams between research and the economic-military-administrative complex.”[11] The compensation thesis is thereby seen as a neoconservative strategy to accept modernity as long as this modernity stays in the realm of productive and administrative life, and does not interfere with a compensatory traditionalism of life forms outside this realm.[12]

 

Habermas on wider outcomes of the research function of universities

 

Habermas sees the university as the home of research. He does consider the challenges towards this from what now often is termed Mode II knowledge production,[13] but asks polemically if these forms of research will not always be “parasitical.”[14] So research is depending on the specific life forms of the university: “Scientific productivity might well depend upon the university’s form, in particular upon that differentiated complex interplay of research with the training of future students’ preparation for academic careers, the participation in general education, cultural self-understanding and public opinion formation.”[15] He even acknowledges the idea of the university as a norm to govern this life world: “The universities are still rooted in the life world, through this interpenetration of functions. So long as this connection is not completely torn asunder, the idea of the university is still not wholly dead. But the complexity and internal differentiation of this connection shouldn’t be underestimated.”[16]

 

Before we consider the implications of this complex interplay between research and wider impacts on society let us look to his discussion on research and science (Wissenschaft).

 

Fistly the idealism of the Humboltian model suggests the “unity of the sciences.” And secondly the Humboldtian model suggests “an oversimplified connection between scientific learning processes and the life forms of modern societies.”[17]

 

Habermas sees in both these statements a need for differentiation. The unity of sciences needs differentiation because of the internal differentiation between philosophy and the empirical sciences that has proceeded since the middle of the nineteenth century. The connection between science and the life forms of modern society must be differentiated. Because of a “plurality of powers of faith (Glaubensmächten) philosophy lost its monopoly on the interpretation of the cultural whole.”[18] Secondly this unity must be differentiated because science grew into a productive force of industrial society. Especially the natural sciences have been ascribed a technical function as against a world view producer.

 

But science is still an activity of the life world as it is organized as a communicative activity, which was already the view of Schleiermacher. With direct address against Luhmann, Habermas states: “because the activity of cooperative truth-seeking points to a public argumentation, truth – or let alone the reputation among the community of investigators – can never become a control medium for a self-regulating subsystem.”

 

These very brief points on research points to the fact that Habermas defends the normative aspirations of a life world of scholars. Faced with developments of neoliberal new public management these considerations become highly relevant. These reforms are exactly directed towards “control media” of a “self-regulating” subsystem of research such as bibliometrics and citation counting.[19] But let us leave the discussion on research seen in its own right to a view of the wider societal impacts of research and higher education.

 

The crucial argument is the interconnectedness of research and educational processes – that in spite of the differentiation processes of modern society are still valid.

 

 

Habermas on the wider impacts of universities

 

To sum up Habermas sees institutionalized in universities an interplay of research with:

 

  1. 1)Training of future students preparation for academic careers (Nachwuchs)
  2. 2)Participation in general education (Allgemeinbildung)
  3. 3)Cultural self-understanding
  4. 4)Public opinion formation

 

What are then the appropriate understandings of these connections?

 

The Humboldtian idea of a university pointed to three wider impacts of research, in idealist terms coined as “unities”: The unity of science and teaching, the unity of science and general education and the unity of science with enlightenment and emancipation. As stated above Habermas sees a need for differentiation of these unities in view of the modern development.

 

Firstly the unity of science and teaching needs differentiation because of a differentiated labour market that demands highly skilled employees.

 

Secondly the unity of science with general education needs differentiation because the institutional structure was built on specialized bureaucratic functions rather than on general education.

 

Thirdly the unity of science with enlightenment and emancipation needs differentiation because of the social differentiation between academically trained elites and popular education. This means that the general enlightenment and emancipatory claims of the classical idea of the university in Germany were not met.

 

However, Habermas can now positively list the functions of the university thus: “The university learning processes do not simply stand in an inner connection to the reproductive functions of the life world. Going beyond mere academic career preparation, they contribute to general socialization processes by introducing students to the mode of scientific thinking, i.e. to the adoption of a hypothetical attitude vi-á-vis facts and norms. Going beyond the acquisition of expert knowledge, they contribute to intellectual enlightenment by offering informed interpretations and diagnoses of contemporary events, and by taking concrete political stands. Going beyond mere reflection on methodology and basic theory, they contribute to the self-understanding of the sciences within the whole of culture by supplying theories of science, morality, art and literature.”[20]

 

As a broad impact on culture Habermas sees the university to have contributed to the development of the freedom and differentiation of research disciplines, and benefitted society with a certain “utopian” ideal of universalistic and individualistic values that has upheld a critical potential. This is seen as a specific trait of the occidental development, but also writers on higher education like Björn Wittrock states universalism and cosmopolitan viewpoints to be typical in the development of universities.[21] This leads to the following conclusion:

“The egalitarian and universalistic content of their forms of argumentation expresses only the norms of scientific discourse, not those of society as a whole. But they share in a pronounced way that communicative rationality, the forms of which modern societies (which are without Leitbilds from the past) must employ to understand themselves.”[22]

 

A brief turn to Habermas’ theory of communicative action will maybe enlighten these conclusions.[23] In this book Habermas differentiates between three processes of reproduction in the life world: cultural reproduction, social integration and socialization. He states these in relation to culture, society and personality.

 

Habermas mentions (at least) two concepts concerning the reproduction of the life world highly relevant to this discussion which are 1) the reproduction of valid knowledge (which not least takes place in the universities) 2) the reproduction of personal socialization patterns and educational goals for the individual (which are parts of education as a whole). These can be disturbed which results in 1) loss of meaning and 2) crisis in orientation and education.

 

Below this discussion will focus mainly on the second point. How can Habermas theory be applied to the discussion on the outcomes of higher education for the individual to counter a crisis in orientation and education?

 

Habermas related to current issues in the debate on higher education

 

Looking at the part of the debate on wider outcomes of higher education for the individual the knowledge economy discourse tends to focus on employability, a term that stands central in the Bologna process of the integration of higher education markets in Europe. However, this discourse is by no means specifically European but is global.

 

The employability discourse is highly market oriented and suggests a one to one fit of transferable skills from the learning situation to the job situation. The discourse is connected to a view of the individual that is reduced to the concept of the effective or competent person – or a highly instrumental view.[24] The construction of the effective person stands in contrast to the reproduction of personality as a life world construction now (maybe) to be found in the literature on empowerment, citizenship and capabilities – and in Habermas. The concepts of skills or competencies are understood as performative and system related whereas early modern German concepts of Bildung and Mündigkeit are what I call personality and life world related with a parallel to ideas of liberal education in the Anglo-Saxon world.

 

The competing concepts are indicative of views of the self. Gerard Delanty in his book on citizenship addresses the question of the person, or the self, in this way:

 

“Modernity was a discourse of the emancipation of the self, but the question of the other is being asked only now. The problem with self-determination in postmodern times is that there is no single self but a plurality of selves. In this move beyond the contours of the modern age we have to ask the question of the responsibility of the self for the other. The rethinking of democracy – which is a discourse of self-determination – that this entails will force us to re-establish a link with citizenship – where self and other find a point of reconciliation.”[25]

 

I share with Delanty the view that a concern for the self as responsible should still, or again, be relevant in present discussions on citizenship and education. Not only postmodern writers but also the now dominant concepts of learning and transferable skills exclude personhood. This implies an amoral idea of the effective and performative individual. Can competencies and skills be other that means? Can skills be ends? Who decides the ends in a world of only means? My reading of this discourse tends to point to the direction of a crudely functionalist notion of usefulness of the individual. When all education is regarded only as learning towards transfer of skills into workplace competencies the reduction is full blown. A maybe too optimistic reading of this dilemma would be that the self (situated in higher education) takes care of itself – sometimes in spite of pressures of economic or systemic performance. But this does not, in my view, exclude the responsibility of educators and leaders of educational institutions to choose a balance between instrumentality and life world concerns.

 

In the continental debate on the university an oppositional concept to employability is the mentioned concept of Bildung. The concept implies in its neo humanistic version the coming into being of a whole person through activities of scholarly and creative pursuits. It has highly normative connotations as both the goal of and the process of education or life-experience. Habermas critique indicates that Bildung builds on an exaggerated subject philosophical inheritance. But what is Habermas view of the learning subject? And how can we relate his thoughts on higher learning to civil society? Habermas himself in The structural transformation of the public sphere cites numerous connections between Bildung and the creation of a public sphere in early modern Europe. These historical examples both suggest what in the German debate is called the traditional marriage between education and money (Bildung und Besitz), but also points to the creation of a politically respected public sphere being a result of literacy, journal writing and thus education. The book is certainly split in viewing bourgeois culture and education as progressive and emancipatory forces or as simply reproducing class distinctions.[26]

 

Concluding words

 

I would suggest that we are now facing a crisis both in the reproduction of meaning, in educational goals and the reproduction of personality as Habermas theory suggests possible. Performative expectations to all knowledge production inhibit the reproduction of valid cultural knowledge. Goals of employability dominate any educational pursuit and the construction of the effective person stands in contrast to the balanced view of the personality as a construction now to be found in the literature on empowerment and citizenship. The concepts of skills or competencies are understood as performative and system related whereas concepts of Bildung and Mündigkeit capture a more balanced view of the relations between the individual and society. These questions need further clarification, but Habermas’ diagnosis can be a path to this investigation.

 

Concepts of learning and transferable skills distort reproductive processes of the life world. They imply an amoral idea of the effective and performative individual. Social skills are present in the debate on competencies – are these ethical skills? Can skills be other than means? Can skills be ends? Who decides the ends in a world of only means? This seems highly implicative of Habermas’ idea of colonization. Economic man has overpowered all other views of the human kind. The balance between life world reproduction and system reproduction is to be found anew in the discussion on higher education and universities in society.

 

Especially as concerns the scientification of political life – the bureaucratization and technological approaches to top down social engineering calls for a research near general education that serves critical thinking to prevail in a civil society that must be just as “armed” with research based argumentations as governments and IO’s are. Habermas’ concept is that of a “radical democracy” – and in such a democracy the creative destruction of social capital through higher education is all the more necessary.[27] Higher education thus primarily should arm new generations, and older ones, with antidotes to the prevailing top down tendencies of governments and non-democratic international agencies.

 

 

 



[1] Wittrock, Björn. (1985). Before the Dawn. Humanism and Technocracy in University research Policy. In Björn Wittrock & Aant Elzinga (red.), The University Research System. The Public Policies of the Home of Scientists (s. 1-10). Stockholm: Almqvist & Wiksell International.

[2] Brennan, John and Rajani Naidoo (2008) ”Higher Education and the Achievement (And/or Prevention) of Equity and Social Justice” in Higher Education Vol 56. No. 3., pp.287-302.

[3] Wittrock, Björn. (1996 (1993)). The modern university: the three transformations. In Björn Wittrock & Sheldon Rothblatt (red.), The European and American University since 1800.Historical and sociological essays (2 ed., s. 303-362). Chippenham, Wiltshire: CambridgeUniversity Press. P.337

[4] Habermas, J. (1986). Die Idee der Universität–Lernprozesse. Zeitschrift für Pädagogik, 32(5), 703-718. (References below are to this version, referred to as “IU”). For an English version see Habermas, J. “The Idea of the University: Learning Processes” in New German Critique No.41 (1987). Habermas’ earlier writings on university reform (from the 1950ties and 1960ties) will not be considered here.

[5] IU p.704

[6] Ringer, F. (1969) ”The Decline of the German Mandarins: The German Academic Community 1890-1933,” Cambridge, Mass.: Harvard University Press.

[7] IU p.705

[8] IU p.714

[9] IU p.706

[10] IU p.707

[11] IU p.706

[12] For discussions on the compensation thesis see Ritter, Joachim (2003 (1961)). Die Aufgabe der Geisteswissenschaften in der modernen Gesellschaft. In Metaphysik und Politik: Studien zu Aristoteles und Hegel. Frankfurt am Main: Suhrkamp and Herbert Schnädelbach, (1988). Kritik der Kompensation. In Kursbuch 91. Wozu Geisteswissenschaften? (Vol. 91, s. 35-45). Berlin: Kursbuch Verlag.

[13] Gibbons, Michael, Camille Limoges, Helga Nowotny, Simon Schwartzman, Peter Scott, & Martin

Trow (1995). The New Production of Knowledge: The Dynamics of Science and Research

in Contemporary Societies. London: Sage Publications Ltd.

[14] IU p. 714

[15] IU p.707

[16] IU p.707

[17] IU p. 707

[18] IU p. 710

[19] For a discussion of the negative consequences of this development see Aant Elzinga “Evidence-based science policy and the systematic miscounting of performance in the humanities” at the blog: humaniorasociety.wordpress.com

[20] UI p.715

[21] Wittrock op.cit p.360

[22] UI p.717

[23] Habermas, J. (1987) ”The Theory of Communicative Action” Volume 2 “Lifeworld and System: a critique of Functionalist reason” Boston: Beacon Press, pp.142ff

[24] For a debate on this tendency in the Denmark see Laura-Louise Sarauw (2012) “Kur eller kurmageri for humaniora? – konkurrerende forestillinger om fremtidens samfund I den europæiske Bologna-proces.” in J.E.Larsen and M. Wiklund ”Humaniora i kunskapssamhället. En nordisk debattbok” Malmö: NSU-Press.

[25] Delanty, Gerard (2000) ”Citizenship in a global age. Society, culture, politics” Buckingham, Philadelphia: Open University Press, p.3.

[26] Habermas, J. (1962) ”Strukturandel der Öffentlichkeit” Darmstadt : Luchterhand.

[27] For this argument see Fuller, Steve. (2004) “Universities and the future of knowledge governance from the standpoint of social epistemology” in Final plenary address at the UNESCO Forum Colloquium on Research and Higher Education Policy, Paris (Vol. 3).