Tag Archives: Háskólar

Universities, Democracy and the Arctic – A changed worldview

 Prof. Birgir Guðmundsson, guest editor

This special issue of Nordicum-Mediterraneum contains articles based on five lectures that were delivered at a conference held on the occasion of Mr. Ólafur Ragnar Grímsson being awarded an honorary doctorate in the field of social sciences by the School of Humanities and Social Sciences at the University of Akureyri on September 30, 2022.

Ólafur Ragnar Grímsson has left a deep mark on Iceland’s history in his successful career as a scholar, head of state, international politician and pioneer in discussions about the Arctic. The lectures contained in this edition reflect these aspects of his work in numerous ways.

                                       

Mr. Grímsson was a pioneer in the field of social sciences in Iceland, becoming an assistant professor in political science at the University of Iceland in 1970 and a professor three years later. He gained an international reputation early on as a researcher in political science, publishing many scientific articles in Icelandic and international journals.

Mr. Grímsson’s participation in politics has also been very significant, both at the national and international level. During his political career, Mr. Grímsson was an editor, a member of parliament, a cabinet minister and the chairman of the socialist party the People’s Alliance from 1987–1995. He also operated in the international arena, among other things representing the international parliamentarian organization Parliamentarians for Global Action for a number of years.

Mr. Grímsson’s presidency was unique in many ways and marked a turning point in various fields. Not only did he hold office for longer than any of his predecessors, but many of his decisions and interpretations of the constitution marked a turning point. In this regard, his interpretation of the provisions of the constitution on the president’s authority to refuse ratification of laws are of particular interest.

The issues of the Arctic have long been close to Mr. Grímsson’s heart, and in recent years he has played a key role in putting matters of the Arctic on the international community’s agenda. One of his most noteworthy contributions is founding the Arctic Circle, the largest and most important forum for international discussion about cooperation and the future of the Arctic, and in fact the entire Earth.

On the occasion of the awarding of the honorary title, a symposium was held under the title “Universities, democracy and the North – a changing worldview” at the University of Akureyri, with the articles that appear here being, as mentioned above, based on papers at this symposium. The lectures were delivered in Icelandic and are published here in Icelandic. However, this introduction and presentation of the papers is also published here in English.

Albert Jónsson: In his article, Mr. Jónsson analyzes the changes that have taken place in the worldview of the Arctic in recent months and years, not least after the Russian invasion of Ukraine. He comes to the conclusion that international politics and the structure of the international system have changed in important respects. Among other things, he mentions the entry of Sweden and Finland into NATO and the fact that the Arctic Council effectively became non-functional. However, he considers that changes in the Earth’s weather system, with the opening of the Arctic Ocean to navigation, are no less significant. According to Mr. Jónsson, the central role of the Arctic is set to increase further with more connections between the Asia-Pacific region and the Euro-Atlantic region through the Arctic Ocean. Thus, many opportunities and dangers will be created for nations and states in the Arctic, not least economic, so that it can be expected that the Arctic will become an arena of global politics and tension no later than in the mid-21st century.

Guðrún Geirsdóttir: The article provides an overview of the research project Universities and democracy: A critical analysis of the civic role of universities in a democratic society, which received a three-year grant from the Rannís Research Foundation in the spring of 2018. In the study, an interdisciplinary group of scholars sought answers to whether and what role universities play in a democratic society. Data was obtained through a philosophical analysis of the concepts of democracy and universities and the relationship between them, as well as through interviews with lecturers at three universities. Studies show that universities play a variety of important roles in promoting and strengthening democratic societies. The article gives several examples of different aspects of the research and their results.

Ólafur Harðarson: In his article, Mr. Harðarson traces the beginning of teaching in the social sciences in the Social Studies Program at the University of Iceland from the 1970s onwards. He then traces how this co-teaching in political science and sociology developed in the 1970s and 1980s, becoming more meaningful and acquiring a clearer institutional framework, and during the reorganization of the structure of the University of Iceland in 2008, it became the university’s most populous department. Mr. Harðarson highlights how the three initial main goals of teaching political science – that the BA program meet international requirements, that research be carried out on the Icelandic government system, and that a connection be formed with the international academic community of political science – were fulfilled one after the other. In his article, Mr. Harðarson traces the main points that have been written about the development of Icelandic political science, using an overview from an article that Ólafur Ragnar Grímsson wrote in 1977 about ten projects and research areas that awaited Icelandic political scientists. Mr. Harðarson covers these areas one by one and gives an account of the research and writing on each of them separately, providing a comprehensive and general overview of the research and academic writing of political science.

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir: Constitution and changes to the constitution in a democratic context are the main topics of Ms. Þorsteinsdóttir’s article. She reviews theoretical ideas about the role of the constitution and how they limit democracy. In particular, Ms. Þorsteinsdóttir examines and evaluates their importance in ensuring that democratic rights and tempering majoritarianism are ensured so that oppression is not created due to the unbridled totalitarianism of the majority. She then discusses the situation in Iceland, where there has been a debate for decades about including provisions on natural resources in the constitution. She points out that there is a fairly clear national will for such a provision, but the decision-making power rests with Parliament, which has not agreed on its implementation. Ms. Þorsteinsdóttir considers this one of the manifestations of majoritarianism, giving rise to the question whether the parliament elected by the people can circumvent the will of the people.

Þorsteinn Gunnarsson: In his article, Mr. Þorsteinn Gunnarsson reviews the development of Arctic studies over the past 30 years and gives an account of the main definitions of what the Arctic is and what the studies of this part of the world center on. Mr. Gunnarsson identifies three separate periods in this development. The first is 1990–1999, which Mr. Gunnarsson calls “At the Arctic edge”, is characterized by the development of basic infrastructure and knowledge in the field of the discipline. The second period extends from the turn of the century until 2010 and is characterized by the infrastructure being consolidated, creating an international debate, based on Arctic studies. The Northern Research Forum, the Arctic Circle and Mr. Ólafur Ragnar Grímsson play a very important role in this respect. Mr. Gunnarsson calls this period “In the far north”. The third period is 2011–2022, which Mr. Gunnarsson calls “The Arctic around the world” and is characterized by the rapidly growth of international cooperation, e.g., with researchers outside the Arctic. In his presentation, Mr. Gunnarsson specifically discusses the role of Mr. Ólafur Ragnar Grímsson in the development of Arctic studies and the Arctic debate.

As is evident, the lectures span a wide range and are connected in different ways to various aspects of Mr. Ólafur Ragnar Grímsson’s life work. However, all the lectures are particularly interesting and hold meaning for laypeople and academics. Therefore, we want to make them available by publishing them in this special issue of Nordicum-Mediterraneum.

Háskólar, lýðræði og norðurslóðir – breytt heimsmynd
– Ráðstefnuerindi í tilefni heiðursdoktorsnafnbótar Ólafs Ragnars Grímssonar við HA

Í þessu sérhefti af Nordicum- Mediterraneum eru birtar greinar byggðar á fimm erindum sem flutt voru á ráðstefnu sem haldin var í tilefni af því að herra Ólafi Ragnari Grímssyni var veitt heiðursdoktorsnafnbót á sviði félagsvísinda af Hug-og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri þann 30. september 2022.

Ólafur Ragnar Grímsson er hefur markað djúp spor í Íslandssöguna á farsælum ferli sem fræðimaður, þjóðhöfðingi, alþjóðlegur stjórnmálamaður og frumkvöðull í umræðu um málefni norðurslóða og kallast erindin með ýmsum hætti á við þessa þætti í starfi hans.

Ólafur Ragnar var brautryðjandi á sviði félagsvísinda á Íslandi og varð lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1970 og síðan prófessor þremur árum seinna. Hann haslaði sér snemma alþjóðlegan völl sem nafn innan stjórnmálafræðinnar og eftir hann liggja margar fræðigreinar í íslenskum og erlendum tímaritum.

Ólafur hefur ekki aðeins rannsakað stjórnmálin, þátttaka hans í þeim hefur verið veruleg, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Á sínum pólitíska ferli var Ólafur ritstjóri, þingmaður og ráðherra og formaður Alþýðubandalagsins frá 1987 – 1995. Hann starfaði jafnframt á erlendum vettvangi og var m.a. um árabil í forsvari fyrir alþjóðlegu þingmannasamtökin Parliamentarians for Global Action.

Forsetatíð Ólafs Ragnars var um margt sérstök og markaði tímamót á ýmsum sviðum. Ekki einungis sat hann lengur en áður hafði þekkst heldur mörkuðu ýmsar ákvarðanir hans og túlkun á stjórnskipuninni tímamót. Má í því sambandi nefna túlkun hans á ákvæðum stjórnarskrár um heimild forseta til að synja lögum staðfestingar.

Málefni Norðurslóða hafa lengi verið Ólafi Ragnari hugleikin og á umliðnum árum hefur hann verið í lykilhlutverki við að setja þá umræðu á dagskrá alþjóðasamfélagsins. Þar ber líklega hæst að hann er stofnandi Arctic Circle, stærsta og mikilvægasta vettvangs alþjóðlegrar umræðu um samvinnu og framtíð norðurslóða og í raun jarðarinnar allrar.

Í tilefni af veitingu heiðursnafnbótarinnar var haldið málþing undir yfirskriftinni „Háskólar, lýðræði og Norðurslóðir – breytt heimsmynd” við Háskólann á Akureyri og eru greinarnar sem hér birtast sem áður segir byggðar á erindum á ráðstefnunni. Erindin voru flutt á íslensku og eru hér birt á íslensku. Þessi inngangur og kynning á erindunum birtist hér hins vegar jafnframt á ensku.

Albert Jónsson: Í grein sinni greinir Albert þær breytingar sem orðið hafa á heimsmynd norðurslóða á undanförnum mánuðum og misserum, ekki síst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að alþjóðastjórnmál og uppbygging alþjóðakerfisins hafi breyst í mikilvægum atriðum. Nefnir hann m.a. inngöngu Svía og Finna í NATO og það að Norðurskautsráðið varð í raun óstarfhæft. En það séu ekki síður breytingar í veðrakerfi Jarðar sem séu afdrifaríkar með opnun Norður- Íshafs fyrir siglingum. Miðlægt hlutverk norðurslóða eigi eftir að aukast enn frekar með frekari tengingum Asíu-Kyrrahafssvæðisins og Evró-Atlantshafssvæðisins í gegnum Norður-Íshafið. Við það muni fjölmörg tækifæri og hættur skapast fyrir þjóðir og ríki á norðurslóðum, ekki síst efnahagsleg, en búast megi við að ekki síðar en um miðja öldina verði norðurslóðir orðinn vettvangur heimspólitíkur og spennu.

Guðrún Geirsdóttir: Greinin veitir yfirlit yfir rannsóknarverkefnið Háskólar og lýðræði: Gagnrýnin greining á borgaralegu hlutverki háskóla í lýðræðisþjóðfélagi sem hlaut styrk til þriggja ára úr Rannsóknasjóði Rannís vorið 2018. Í rannsókninni leitaði þverfræðilegur hópur fræðimanna svara við því hvort og þá hvaða hlutverki háskólar gegna í lýðræðislegu samfélagi. Gagna var aflað með heimspekilegri greiningu á hugtökunum lýðræði og háskólar og tengslum þar á milli svo og með viðtölum við háskólakennara í þremur háskólum. Greiningar sýna að háskólar gegna margs konar mikilvægum hlutverkum við að efla og styrkja lýðræðisleg samfélög. Í greininni eru gefin nokkur dæmi um ólíka þætti rannsóknarinnar og niðurstöður þeirra.

Ólafur Harðarson: Í grein sinni rekur Ólafur Harðarson upphaf kennslu í félagsvísindum í Námsbraut í þjóðfélagsfræðum við Háskóla Íslands um og upp úr 1970. Hann rekur síðan hvernig þessi samkennsla í stjórnmálafræði og félagsfræði þróast á áttunda og níunda áratugnum og verður burðugri og öðlast skýrari stofnanaumgjörð og er við endurskipulagningu á uppbyggingu Háskóla Íslands 2008 orðin að fjölmennustu deild skólans. Hann dregur fram hvernig upphafleg þrjú megin markmið um kennslu í stjórnmálafræði – að BA námið standist alþjóðlegar kröfur, að stundaðar verði rannsóknir á íslenska stjórnkerfinu og að tengsl myndist við alþjóðlegt fræðasamfélag stjórnmálafræðinnar – rætast hvert af öðru. Í greininni rekur Ólafur það helsta sem hefur verið skrifað um þróun íslenskrar stjórnmálafræði og nýtir sér yfirlit úr grein sem Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði árið 1977 um tíu verkefni og rannsóknarsvið sem biðu íslenskra stjórnmálafræðinga að vinna í. Fer hann yfir þessi svið eitt af öðru og gerir grein fyrir rannsóknum og skrifum á hverju þeirra fyrir sig þannig að úr verður heildstætt og almennt yfirlit yfir rannsóknir og fræðiskrif stjórnmálafræðinnar.

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir: Stjórnskipun og breytingar á stjórnarskrá í lýðræðisleg samhengi eru meginefni greinar Ragnheiðar Elfu Þorsteinsdóttur. Hún fer yfir fræðilegar hugmyndir um hlutverk stjórnarskrár og hvernig þær setja lýðræðinu skorður. Sérstaklega skoðar hún og metur mikilvægi þeirra við að tryggja að lýðræðisréttindi og tempra meirihlutaræðis þannig að tryggt sé að ekki skapist kúgun vegna óbeislaðs alræðis meirihlutans. Hún reifar síðan stöðuna á Íslandi þar sem umræða og hefur í áratugi verið mikil um að setja ákvæði um um náttúruauðlindir í stjórnarskrá. Bendir hún á að nokkuð greinilegur þjóðarvilji sé fyrir slíku ákvæði en ákvörðunarvaldið sé hjá Alþingi, sem ekki hafi komið sér saman um útfærslu. Þetta sé í raun ein birtingarmynd meirihlutaræðisins og spurningin vakni hvort þingið sem kosið er af þjóðinni geti sniðgengið þjóðarvilja?

Þorsteinn Gunnarsson: Í grein sinni fer Þorsteinn Gunnarsson yfir þróun norðurslóðafræða undanfarin 30 ár og gerir grein fyrir helstu skilgreiningum á því hvað norðurslóðir eru og um hvað þau fræði fjalla sem kennd eru við þennan heimshluta. Þorsteinn greinir þrjú aðskilin tímabil í þessari þróun. Það fyrsta er 1990-1999 og nefnir Þorsteinn það „Við nyrstu sjónarrönd“ og einkennist af uppbygginu á grundvallar innviðum og þekkingu á sviði fræðigreinarinnar. Annað tímabilið nær frá aldamótum fram til 2010 og einkennist af því að innviðir eru treystir og sköpuð alþjóðleg umræðu, byggða á norðurslóðafræðum. Hér spilar Rannsóknarþing Norðursins , Hringborð norðurslóða og Ólafur Ragnar Grímsson mjög mikilvægt hlutverk. Þetta tímabil kallar Þorsteinn „Í fjarska norðursins“. Þriðja tímabilið er svo 2011-2022, sem Þorsteinn kallar „Norðurslóð um veröld víða“ og einkennist af hraðvaxandi alþjóðasamstarfi m.a. við rannsóknaaðila utan norðurslóða. Í erindi sínu fjallar Þorsteinn sérstaklega um þátt Ólafs Ragnars Grímssonar í uppbyggingu norðursláða fræða og norðursláðaumræðu.

Eins og sjá má spanna erindin vítt svið og tengjast með ólíkum hætti ýmsum þáttum í ævistarfi Ólafs Ragnars Grímssonar. Öll eru erindin þó sérlega áhugaverð og eiga erindi við áhugafólk og fræðimenn. Því viljum við gera þau aðgengileg með birtingu í þessu sérhefti af Nordicum- Mediterraneum.

Birgir Guðmundsson, gestaritstjóri

Háskólar og lýðræði: Gagnrýnin greining á borgaralegu hlutverki háskóla í lýðræðisþjóðfélagi

Guðrún Geirsdóttir  dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Hvað verður til að hópur fræðimenna leggur af stað í sameiginlega vegferð til að skoða rannsóknarefni sem eiginlega er ekki hægt að fá neinn botn í? Við sem að þessu verkefni komu höfðum öll  haft fræðilegan áhuga á háskólum og lýðræði og höfum, í mismiklum mæli þó, beint okkar rannsóknum að þessu en út frá ólíkum sjónarhornum.

Það má kannski segja að greining eins félaga okkar, Vilhjálms Árnasonar (2010), um bankahrunið 2008 og skort á lýðræðisvitund þar hafi verið kveikjan að rannsóknarverkefninu auk þess sem við höfum sem fræðimenn um nokkurt skeið verið hluti af háværri alþjóðlegri umræðu sem snýr annars vegar að kreppu lýðræðisins og hins vegar að efasemdum um gildi og hlutverk háskóla. Hugmyndin um lýðræði hefur um nokkurt skeið verið talin í hættu á tímum lýðhyggju eða popúlísma og hafa fræðimenn bent á þætti eins áróður, tvíhyggju (pólaríseringu), efnahagslegan ójöfnuð, skort á umburðarlyndi, hömlur á málfrelsi, óáreiðanlegar upplýsingaveitur og rangupplýsingar af öllu tagi svo eitthvað sé nefnt (sjá t.d. Giroux, 2014; Hazelkorn og Gibson, 2018; Sant, 2019 og Solbrekke, og Ciaran, 2020). Á sama tíma hafa spurningar verið settar fram um hlutverk háskóla og hvort þeir hafi burði til að takast á við áskoranir samfélagsins og leggja sitt af mörkum til lýðræðis (Páll Skúlason, 2015). Í erindi sem haldið var á vegum Magna Carta í Bolognaháskóla í september (Anniversary of the Magna Charta Universitatum – engaging with Society in Turbulent Times) – https://eventi.unibo.it/2022-magnacharta-anniversary) benti fræðimaðurinn Chris Brink á að við þyrftum ekki aðeins að spyrja í hverju háskólar væri góðir heldur einnig til hvers þeir væru góðir .

Verkefnið Háskólar og lýðræði: Gagnrýnin greining á borgaralegu hlutverki háskóla í lýðræðisþjóðfélagi hlaut styrk til þriggja ára úr Rannsóknasjóði Rannís vorið 2018​. Styrkurinn veitti svigrúm til samstarfs rannsóknarhópsins, til að ráða að verkefninu doktorsnema, nýdoktor og fá erlenda ráðgjafa til liðs við verkefnið.

Þátttakendur í rannsóknaverkefninu voru annars vegar fræðimenn frá Háskólanum á Akureyri, þau Anna Ólafsdóttir, Edward Huijbens, Guðmundur H Frímannsson, Jóhann Helgi Heiðdal, Sigurður Kristinsson og Valgerður S. Bjarnadóttir​ og hins vegar frá Háskóla Íslands þau Guðrún Geirsdóttir, Jón Torfi Jónasson og Vilhjálmur Árnason​

Rannsóknarverkefnið er þverfræðilegt og samanstendur af tveimur meginþáttum þar sem rannsóknarviðfangsefnið hefur verið kannað og greint með heimspekilegri greiningu og hins vegar empírískur hluti þar sem fjölbreyttum leiðum hefur verið beitt við gagnaöflun og greiningu (viðtöl, þátttökuathuganir​ og orðræðugreining).

Frá upphafi rannsóknar hafa niðurstöður verið kynntar í ræðu og riti m.a. á  ráðstefnunni  „The Role of Universities in Addressing Societal Challenges and Fostering Democracy: Inclusion, Migration, and Education for Citizenship“ sem skipulögð var af rannsóknarteyminu og Markus Meckl, prófessor í heimspeki og fór fram við Háskólann á Akureyri í mars 2021 (https://www.unak.is/english/trua-sc-fd). Lokaverkefni rannsóknar var svo málþing sem haldið var við Háskólann á Akurreyri 11. nóvember 2022 undir heitinu Universities and democracy: A dissemination event for the project: Universities and Democracy: A critical analysis of the civic role and function of universities in a democracy

Í þessari grein er veitt stutt yfirlit og innsýn inn í býsna flókið verkefni sem er enn í vinnslu og dregnar fram nokkrar meginniðurstöðu sem mér þykja hvað áhugaverðastar.

II Heimspekihluti rannsóknar

Í heimspekilega hluta verkefnisins hafa rannsakendur nýtt heimspekilega greiningu á hugtökunum lýðræði og háskólar og tengslin þar á milli.  Í þeirri greiningu felast m.a. gagnrýni, rökfærsla og leit að sjónarhornum sem varpa fersku ljósi á viðfangsefnið. Þó að háskólar séu meðal okkar elstu stöðugu stofnana er lítil samhljóðun um hvað þeir eru, til hvers þeir eru og í hverju dýrmæti þeirra felst. Með því að beita úrbótamiðaðri greiningu (e. ameliorative) bendir Sigurður Kristinsson (2022a; 2022b) á að hugmyndir um háskóla eru mjög fjölbreyttar og að lýðræðislegt gildi þeirra megi skoða út frá notagildi þeirra, táknrænu gildi, framlagsgildi og innra gildi. Vilhjálmur Árnason (2019; 2022) skoðar í sinni greiningu hugtakið lýðræði, merkingu þess, kjörmyndir og kenningar og hvaða ljósi þær geta varpað á hin ýmsu lýðræðislegu hlutverk háskóla og þær samfélagslegu áskoranir sem háskólinn á eða þarf að takast á við. Innan ramma heimspekinnar hafa rannsakendur jafnframt glímt við hugmyndir þekkingarsköpunar, akademísks frelsis og lýðræði og kannað sérstaklega áhrif nýfrjálshyggju á lýðræðishlutverk háskóla.

III Lýðræðislegt hlutverk háskóla (orðræðugreining)

Í 2. grein laga um háskóla nr. 63/2006 er fjallað um hlutverk háskóla. Þar segir m.a. að háskólar hafi það hlutverk að stuðla að miðlun þekkingar og færni til nemenda og samfélags, þeir mennti nemendur með kennslu og þátttöku í rannsóknum og undirbúi þá til að gegna störfum sem krefjist fræðilegra vinnubragða, þekkingar og færni. Árið 2012 var bætt við 2. grein laganna eftirfarandi setningu: Háskóli undirbýr nemendur til ábyrgrar þátttöku í lýðræðissamfélagi. Í ljósi þessar viðbótar lék okkur hugur á að kanna hvað, ef eitthvað, stefnumótunarskjöl um Háskóla segja um: a) um lýðræðislegt hlutverk háskóla og b) hvernig háskólum er ætlað að undirbúa nemendur undir ábyrga þátttöku í lýðræðissamfélagi.

Þessi hluti rannsóknar fólst í orðræðugreiningu á lykilskjölum sem snúa að lagaumgjörð og stefnu íslenskra háskóla. Skjölin sem rannsóknin náði til voru af þrennum toga: Lög, reglur og skýrslur frá hinu opinbera (8 skjöl); stefnur háskólanna (7 skjöl) og ársskýrslur háskóla (6 skjöl).

Um niðurstöður greiningarinnar má lesa frekar í grein sem birt var í Stjórnmál og stjórnsýsla (sjá Valgerður S. Bjarnadóttir, Anna Ólafsdóttir og Guðrún Geirsdóttir , 2019) en helstu niðurstöður voru þær að lykilskjöl hins opinbera ræða hvorki lýðræði né ábyrga þátttöku nemenda en lýðræðislegar áherslur er hins vegar víða að finna í stefnum háskólanna. Í stefnum háskóla og ársskýrslum þeirra er lögð áhersla á sérfræði og samtal við samfélag (þekkingaröflun og miðlun) en fremur litið á þekkingu sem dýrmæta vöru en eitthvað sem skapað er í samtali háskóla og samfélags. Réttindi fulltrúalýðræðis nemenda er vel tryggt í opinberum lögum en mikilvægi nemendaþátttöku sjaldan nefnt í stefnum flestra háskóla og fremur litið á nemendur sem viðskiptavini eða fulltrúa skóla í markaðssetningu. Í skjölum kemur fram ákveðin mótsögn hvað snertir aðgengi nemenda að háskólum. Í stefnum háskóla er víða vikið að mikilvægi þess að ryðja úr vegi hindrunum fyrir aðgengi og þátttöku nemenda á meðan opinber skjöl víkja að leiðum til að auka skilvirkni og  takmarka aðgengi nemenda. Þrástefi í skjölum eru gæði og samkeppni.

IV Viðtalsrannsókn – gagnaöflun og greining

Samhliða orðræðugreiningunni réðist rannsóknarteymið í viðtalsrannsókn þar sem könnuð voru viðhorf háskólakennara til lýðræðishlutverks háskóla. Úrtakið voru 26 háskólakennarar  (14 konur og 12 karlar) með minnst 5 ára starfsreynslu sem valdir voru með tilviljunarúrtaki frá þremur háskólum, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Háskólanum í Reykjavík. Viðmælendur voru valdir af sambærilegum fræðasviðum háskólanna, annars vegar af sviði félagsvísinda og hins vegar raun- og tæknivísinda.

Viðtölin voru tekin í desember 2019 – janúar 2020 og byggðu á hálfstöðluðum spurningum þar sem spurt var um lýðræði og háskóla (Ef þú hugsar um hlutverk háskóla í nútímasamfélagi, hvert finnst þér það vera?); um viðbætur við 2. grein laga um háskóla og áhrif þeirrar greinar á kennslu og starfshætti svo og aðkomu nemenda; um akdemískt frelsi og merkingu þess í hugum viðmælenda; um tengsl rannsókna og lýðræðis; um hlutverk háskóla við að kljást við samfélagslegar ógnir og að lokum voru viðmælendur beðnir um lýsa sinni sýn á þróun háskóla út frá hugmyndum um samspilháskóla og lýðræðis.

Viðtölin voru afrituð og greind með það að markmiði að skoða hvort finna mætti ákveðin þemu í máli viðmælenda. Upp úr gagnagreiningu hafa orðið til fræðilegar greinar sem eru ennþá á hinum ýmsu stigum úrvinnslu og snúa að 1) Akademísku frelsi; 2) Lýðræðishlutverki háskóla; 3) Sýn háskólakennara á samfélagslegar ógnir og áskoranir; 4) Áhrif vinnumatskerfa á samfélagalega þátttöku háskólakennara og 5) Undirbúningi nemenda til lýðræðislegrar þátttöku.  Hér er þremur þessara verkefna gerð örlítil skil.

a) Akademískt frelsi

Í grein sem nýlega kom út hjá Stjórnmál og stjórnsýsla undir heitinu Akademískt frelsi, ábyrgð og hömlur: Sjónarmið háskólakennara á Íslandi (Guðmundur Heiðar Frímannsson, Anna Ólafsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Sigurður Kristinsson, og Valgerður S. Bjarnadóttir, 2021) segir frá greiningu á hugmyndum háskólakennara á mikilvægi akademísks frelsis. Gögnin eru annars vegar fengin úr fyrrnefndri viðtalsrannsókn en til að dýpka enn rannsóknina frekar eru jafnframt notuð gögn úr tveimur gagnasöfnum sem aflað var annars vegar með spurningakönnun sem lögð var fyrir háskólakennara 2011 og hins vegar með viðtölum við 48 háskólakennara árið 2014. Unnið var sérstaklega með þá þætti viðtala og spurningarkönnunar sem sneri að hugmyndum háskólakennara um akdemískt frelsi.

Helstu niðurstöður þessarar greiningar eru að akademískt frelsi er háskólakennurum mjög mikilvægt. Þeir sjá það sem kjarna háskólastarfs,  og jafnvel sem “heilagt”. Þrátt fyrir mikilvægi akademísks frelsis telja viðmælendur hugtakið óskýrt og erfitt að átta sig á fyrir hvað það stendur. Þeir kalla sumir hverjir eftir frekari umræðu og skilgreiningu innan sinna háskólastofnana. Í hugum viðmælenda tengist akademískt frelsi fyrst og fremst rannsóknarstarfi (og er þar vísað í frjálst val viðfangsefna, val á rannsóknaraðferðum án afskipta og að geta sett fram niðurstöður sínar án íhlutunar annarra). Frelsi fylgir fagleg og siðferðileg ábyrgð sem kemur m.a. fram í mikilvægi þess að halda sig við sitt þekkingarsvið og að geta tekið ábyrgð á niðurstöðum sínum. Viðmælendur sáu síður tengsl akademísk frelsis við kennslu en rannsóknir. Þeir telja sig þó njóta slíks frelsis innan þess svigrúms sem námkrá fræðigreinarinnar leyfir.

 

b) Hlutverk háskóla gagnvart samfélagslegum ógnum samtímans

Markmið greiningar á hlutverkum háskóla gagnvart ógnum samtímans var að öðlast skilning á því hvernig háskólakennarar líta á hlutverk sitt og stofnunarinnar í að ávarpa og bregðast við samfélagslegum ógnum og varpa ljósi á þá togstreitu og þær hindranir sem þar kunna að koma upp (Valgerður S. Bjarnadóttir, Anna Ólafsdóttir og Guðrún Geirsdóttir; í vinnslu).  Niðurstöður greiningar sýna að viðmælendur líta á háskóla sem ákveðna botnsfestu í samfélaginu þar sem þeir eru reknir af almannafé og hafa mikilvægu hlutverki að gegna m.a. við að veita valdhöfum aðhald. Það er þeirra að halda stjórnvöldum á tánum með upplýstri umræðu, skora ríkjandi hugmyndir á hólm og varðveita akademískt frelsi og sjálfstæði. Háskólakennarar telja að ef eitthvað er ætti háskólinn af beita sér mun meira í samfélagslegri umræðu innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Hins vegar upplifa viðmælendur ákveðna togstreitu milli akademískrar afskiptasemi og pólítískra afskipta sem er tengd því þekkingarsviði sem þeir tilheyra. Rannsóknir innan „mjúkra“ greina (hug- og félagsvísinda) er erfiðara að aðgreina frá aktívisma en þeirra „hörðu“ sem taldar eru „hlutlausri“.​ Að lokum draga viðmældendur fram flókið umhverfi markaðsvæðingar og ímyndarsköpunar háskóla og nauðsyn þess að „spila rannsóknarleikinn“​. Með því síðastnefnda vísa viðmælendur m.a. til aukinnar samkeppni um rannsóknarfé og hvernig nauðsynlegt er að kunna þær leikreglur sem þar gilda eða eins og einn viðmælandi lýsir þessu:

Það er gífurlega margir að stunda rannsóknir á hnattrænni hlýnun, en það er bara vegna þess að það er líklegast að viðkomandi nái árangri í að sækja um peninga og komast á ráðstefnur ef hann er þar. Einu sinni var það eitthvað allt annað. Sjálfbærni, allskonar svona buzz orð sem ganga en það hefur ekkert með það að gera. . . Rannsóknir eru bara markaður…

C) Undirbúningur nemenda til lýðræðislegrar þátttöku

Eins og áður hefur verið nefnt, var ákvæði um undirbúning háskólanema til lýðræðislegrara þátttöku bætt inn 2. grein laga um háskóla nr. 63/2006. Til að kanna hugmyndir háskólakennara til þessa hlutverks voru þeir spurðir sérstaklega út í þessa grein og þá hvort og hvernig þeir sinntu henni í eigin kennslu. Fáir viðmælenda könnuðust við viðbótina og töldu hana hafa farið hljótt.

Niðurstöður fyrstu greiningar á viðhorfum háskólakennara til lýðræðislegs undirbúnings sýna að hlutverk háskóla við undirbúning til lýðræðislegar þátttöku eru sjaldan rædd innan stofnunar, hvorki innan fræðasviða né deilda. Viðmælendur telja þó mikilvægt að rækta með nemendum ákveðna hæfni (og er þá einkum vísað í gagnrýna hugsun) og gildi („virðingu fyrir sannleikanum”, „sjálfstraust”, „ábyrga afstöðu”). Það er hins vegar erfitt að koma við slíkum undirbúningi í öllum greinum og sum viðfangsefni (fræðigreinar) voru talin henta betur en aðrar. Viðmælendur áttu erfitt að með nefna eða tilgreina kennsluaðferðir eða viðfangsefni sem sérstaklega væru til þess fallin að efla nemendur til þátttöku í lýðræðissamfélagi en bentu þó sumir á mikilvægi hópvinnu, raunhæfra verkefna, umræðutíma og samvinnuverkefna af öllu tagi. Auk mögulegra kennsluaðferða vildu sumir viðmælendur draga fram mikilvægi lýðræðisuppeldis í samskiptum nemenda og kennara. Almennt virtust viðmælendur gefa nemendum sínum lítil tækifæri til að hafa áhrif á eigið nám en gjarnan vísað í hagsmunafélög og fulltrúaþátttöku sem tryggð eru nemendum með lögum og reglum. Áskoranir  við undirbúning nemenda til lýðræðislegrar þátttöku felast í breidd nemendahópsins, auknum kröfum nemenda til kennara og aðstæðum til kennslu (stórir nemendahópar, fjarkennsla, lítill tími).

Að lokum

Hér í þessu erindi hef ég reynt að veita nokkra yfirsýn yfir rannsóknarverkefnið  Háskólar og lýðræði: Gagnrýnin greining á borgaralegu hlutverki háskóla í lýðræðisþjóðfélagi. Verkefnið var, eins og fyrr segir, styrkt af Rannsóknasjóði Rannís sem við færum þakkir fyrir að hafa gert okkur kleift að vinna frekar að viðfangsefni sem rannsóknarhópnum finnst mikilvægt að skoða gagnrýnið. Hér hef ég stiklað á stóru en fræðilegar greinar hafa verið birtar um hluta verkefnis og fleiri eru í farvatninu sem gefa dýpri innsýn inn í einstaka þætti rannsóknarinnar.

Heimildir

Anna Ólafsdóttir og Guðrún Geirsdóttir (2020). Að undirbúa nemendur til ábyrgrar þátttöku í lýðræðissamfélagi: Viðhorf háskólakennara. Erindi flutt á Menntakviku, rannsóknarráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Guðmundur Heiðar Frímannsson, Anna Ólafsdóttir, Geirsdóttir, Sigurður Kristinsson, og Valgerður S. Bjarnadóttir (2021). Akademískt frelsi, ábyrgð og hömlur: Sjónarmið háskólakennara á Íslandi. Stjórnmál & stjórnsýsla 1(18), 139-164.

Giroux, Henry. (2014). Neoliberalism’s war on higher education. Heymarket Books.​

Lög um breytingu á lögum um háskóla nr. 63/2012.

Páll Skúlason (2015). A critique of universities: Reflections on the status and direction of the modern university. University of Iceland Press.​

Sigurður Kristinsson (2022a, væntanleg). „Háskóli í þágu lýðræðis“. Ritið (3)

Sigurður Kristinsson (2022). Constructing universities for democracy. Studies in Philosophy and Education. Studies in Philosophy and Education (2022). https://doi.org/10.1007/s11217-022-09853-5

Solbrekke, T. D. og Ciaran S. (2020). Leading higher education as, and for, public good: New beginnings. Í Tone Dyrdal Solbrekke og Ciaran Sugrue (Ritstjórar.), Leading higher education as and for public good: Rekindling education as praxis. Routledge.​

Valgerður S. Bjarnadóttir, Anna Ólafsdóttir og Guðrún Geirsdóttir. (2019). Þrástef, þagnir og mótsagnir um lýðræðishlutverk íslenskra háskóla. Stjórnmál & stjórnsýsla 15(2), 183-204. DOI: 10.13177/irpa.a.2019.15.2.3

Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal og Kristín Ástgeirsdóttir (2010). Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis, 2010, 8. Bindi.

Vilhjálmur Árnason (2019). Lýðræðisleg gildi og hlutverk menntunarTímarit um uppeldi og menntun 28(2) 2019, 261‒274.

Vilhjálmur Árnason (2020). Rökræða, stofnanir, þátttaka. Ágreiningsefni um lýðræði. Stjórnmál og stjórnsýsla, 16(2), 167-190. DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2020.16.2.5

Vilhjálmur Árnason (2022). Lýðræðishlutverk háskóla og áskoranir samtímans. Netla, sérrit til heiðurs Jóni Torfa Jónassyni, https://netla.hi.is/serrit/2022/heidurs_jon_torfa/14.pdf

White, M. (2017). Towards a political theory of the university. Public reason, democracy and higher education. Routledge.​